Á grálúðu við Langanes

Anna EA er í eigu ÚA.
Anna EA er í eigu ÚA. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Grálúðan er alveg að gera sig,“ segir Smári Rúnar Hjálmtýsson, stýrimaður á Önnu EA 205. Skipið sem er í eigu ÚA var eftir hádegi í dag um 45 sjómílur NA af Langanesi, en á dýpinu þar hefur verið ágæt grálúðuveiði að undanförnu. 

Þangað færðu Önnumenn sig nú undir haustið eftir að hafa verið djúpt út af Vestfjörðum frá því í vor. Samanlagður grálúðuafli þeirra frá í vor til loka fiskveiðiársins 31. ágúst var um 1.400 tonn. Grálúðan er veidd í net og sem stendur eru tveir bátar auk Önnu í þessari sókn; Kristrún RE og Kap II VE.  

Landað verður úr Önnu í Neskaupstað í fyrramálið og gerir Smári ráð fyrir að aflinn sem er ísaður um borð verði nærri 60 tonnum. Fer hann í vinnslu, á markað og eitthvað er flutt beint úr. „Við erum fimm til sex sólarhringa í hverjum túr og þetta gengur vel. Framan af þessum túr var svolítil bræla en nú er komið fínt veður. Við sjálfsagt förum að stíma í land upp úr miðnætti í kvöld,“ segir Smári.

Alls átján manns eru í áhöfn á Önnu og ganga níu menn til skiptis átta tíma vaktir. 

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.12.18 264,43 kr/kg
Þorskur, slægður 14.12.18 336,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.12.18 229,02 kr/kg
Ýsa, slægð 14.12.18 223,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.12.18 71,97 kr/kg
Ufsi, slægður 14.12.18 95,86 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 14.12.18 281,38 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.12.18 257,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.12.18 Hafrún Ís54 ÍS-054 Lína
Þorskur 1.644 kg
Ýsa 412 kg
Samtals 2.056 kg
15.12.18 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 261 kg
Langa 209 kg
Þorskur 149 kg
Ufsi 45 kg
Hlýri 16 kg
Steinbítur 16 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Keila 2 kg
Samtals 707 kg
15.12.18 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Þorskur 169 kg
Langa 160 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Keila 13 kg
Steinbítur 7 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 370 kg

Skoða allar landanir »