Álagning veiðigjalda færist nær í tíma

Ráðherrann kynnti frumvarpið á sérstökum fundi upp úr klukkan 15 ...
Ráðherrann kynnti frumvarpið á sérstökum fundi upp úr klukkan 15 í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi nýtt frumvarp til laga um veiðigjald. Meginmarkmið frumvarpsins er að færa álagningu veiðigjalda nær í tíma, þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja, en einnig að stjórnsýsla með álagningu veiðigjalds verði einfaldari, skilvirkari, gegnsærri og áreiðanlegri.

Þetta kemur fram á kynningarblaði sem dreift var á fundi ráðherrans nú fyrir skömmu.

Segir þar að helstu breytingar sem frumvarpið kveði á um séu eftirfarandi:

Veiðigjald eingöngu lagt á veiðar

Útreikningarnir verði færðir nær í tíma og veiðigjald ákveðið fyrir almanaksár. Ákvörðun veiðigjalda verði þannig byggð á ársgömlum gögnum, um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja, í stað um tveggja ára eins og nú er.

Útreikningur veiðigjalds og álagning þess verði þá færð til ríkisskattstjóra, og veiðigjaldanefnd lögð niður. Segir á kynningarblaðinu að RSK geti nýtt villuprófun í skattframtölum og sannreynt með öðrum leiðum þau gögn sem aðilar skili til embættisins. Þá muni RSK árita allar upplýsingar í greinargerð með skattframtali sem rekstraraðilar í sjávarútvegi skila þegar hún er opnuð, og auðvelda þannig eigendum fiskiskipa þessi skil.

„Með því að færa úrvinnslu reiknistofna veiðigjalds til RSK, byggða á rekstrarupplýsingum sem sjávarútvegsfyrirtæki skila inn samhliða skattframtali, verða ákvarðanir veiðigjaldsins byggðar á haldbærari gögnum og upplýsingum en hagtölur Hagstofu veita og hægt er að færa ákvörðun gjaldsins nær innheimtu þess. Þannig verður reiknistofn veiðigjalds gegnsærri og auðskiljanlegri en reiknistofn gildandi laga.“

Þá er lögð til sú breyting að hagnaður fiskvinnslu komi ekki til útreiknings eins og nú er. Núverandi fyrirkomulag hafi verið gagnrýnt, m.a. verið bent á að fiskvinnsla sé ekki hluti af auðlindanýtingu. Útreikningur aflaverðmæta frystiskipa vegna vinnsluþáttar verði enn fremur einfaldaður.

Tekið tillit til fjárfestinga

Í frumvarpinu er lögð áhersla á að veiðigjald á lítið veiddar tegundir verði einfaldað, og tegundir utan aflamarks verði undanskildar veiðigjaldi, þó að undanskildum makríl. Nytjastofnar sem ekki séu í aflamarki veiðist oftast sem meðafli og aðeins í litlum mæli.

„Af þeim sökum er erfitt að meta sérstaklega raunverulega afkomu af veiðum þeirra og útreikningar á gjaldstofni þeirra oftar en ekki fjarska fjarri raunveruleikanum. Þá getur gjaldtaka á þessar tegundir dregið að nauðsynjalausu úr sókn og aukið hættu á brottkasti. Um er að ræða litlar fjárhæðir í heildarsamhengi veiðigjalds.“

Í frumvarpinu verði þá tekið tillit til fjárfestinga í sjávarútvegi við útreikning á gjaldstofni veiðigjalds, enda felist sameiginlegir hagsmunir ríkis og útgerðar til langframa í öflugum fjárfestingum.

Breytingar þessar á forsendum veiðigjaldsins eru sagðar eiga að leiða til þess að minni sveiflur verði á álagningunni, en helsta gagnrýni á núverandi kerfi hefur beinst að henni.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.12.18 264,43 kr/kg
Þorskur, slægður 14.12.18 336,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.12.18 229,02 kr/kg
Ýsa, slægð 14.12.18 223,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.12.18 71,97 kr/kg
Ufsi, slægður 14.12.18 95,86 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 14.12.18 281,38 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.12.18 257,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.12.18 Hafrún Ís54 ÍS-054 Lína
Þorskur 1.644 kg
Ýsa 412 kg
Samtals 2.056 kg
15.12.18 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 261 kg
Langa 209 kg
Þorskur 149 kg
Ufsi 45 kg
Hlýri 16 kg
Steinbítur 16 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Keila 2 kg
Samtals 707 kg
15.12.18 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Þorskur 169 kg
Langa 160 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Keila 13 kg
Steinbítur 7 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 370 kg

Skoða allar landanir »