„Voru ekki lengi að smella í hann“

Sandfellið landaði fimmtán tonnum á Siglufirði á sunnudag.
Sandfellið landaði fimmtán tonnum á Siglufirði á sunnudag. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Skuttogarinn Ljósafell landaði um 95 tonnum af afla í morgun, en uppistaða aflans var þorskur og ufsi.

Þetta kemur fram á vef Loðnuvinnslunnar, en þar er einnig greint frá því að línubáturinn Sandfell sé aftur byrjaður á veiðum eftir að hafa verið í slipp á Akureyri.

„Þeir voru ekki lengi að smella í hann, skipverjarnir, og var landað 15 tonnum á Siglufirði á sunnudag,“ segir á vef útgerðarinnar. Báturinn sigldi síðan austur og hóf veiðar á Austfjarðamiðum í gær.

Uppsjávarskipið Hoffell landaði þá í gær um 1.050 tonnum af makríl. Verður reyndur einn túr í viðbót.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.10.18 302,55 kr/kg
Þorskur, slægður 19.10.18 325,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.10.18 212,48 kr/kg
Ýsa, slægð 19.10.18 164,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.10.18 100,35 kr/kg
Ufsi, slægður 19.10.18 140,98 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 19.10.18 300,01 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.10.18 226,00 kr/kg
Blálanga, slægð 19.10.18 299,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.10.18 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 239 kg
Ýsa 92 kg
Steinbítur 32 kg
Skarkoli 5 kg
Samtals 368 kg
19.10.18 Arney BA-158 Lína
Þorskur 3.370 kg
Ýsa 1.070 kg
Langa 104 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 4.545 kg
19.10.18 Sæli BA-333 Lína
Ýsa 140 kg
Þorskur 67 kg
Samtals 207 kg
19.10.18 Blíða SH-277 Plógur
Ígulker 1.802 kg
Samtals 1.802 kg

Skoða allar landanir »