„Voru ekki lengi að smella í hann“

Sandfellið landaði fimmtán tonnum á Siglufirði á sunnudag.
Sandfellið landaði fimmtán tonnum á Siglufirði á sunnudag. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Skuttogarinn Ljósafell landaði um 95 tonnum af afla í morgun, en uppistaða aflans var þorskur og ufsi.

Þetta kemur fram á vef Loðnuvinnslunnar, en þar er einnig greint frá því að línubáturinn Sandfell sé aftur byrjaður á veiðum eftir að hafa verið í slipp á Akureyri.

„Þeir voru ekki lengi að smella í hann, skipverjarnir, og var landað 15 tonnum á Siglufirði á sunnudag,“ segir á vef útgerðarinnar. Báturinn sigldi síðan austur og hóf veiðar á Austfjarðamiðum í gær.

Uppsjávarskipið Hoffell landaði þá í gær um 1.050 tonnum af makríl. Verður reyndur einn túr í viðbót.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.12.18 308,17 kr/kg
Þorskur, slægður 18.12.18 389,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.12.18 250,33 kr/kg
Ýsa, slægð 18.12.18 212,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.12.18 79,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.12.18 123,37 kr/kg
Djúpkarfi 17.12.18 0,00 kr/kg
Gullkarfi 18.12.18 261,47 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.12.18 192,57 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.12.18 Jaki EA-015 Línutrekt
Ýsa 3.287 kg
Þorskur 115 kg
Lýsa 28 kg
Samtals 3.430 kg
18.12.18 Straumey ÍS-203 Landbeitt lína
Ýsa 1.117 kg
Þorskur 865 kg
Samtals 1.982 kg
18.12.18 Kristín GK-457 Lína
Tindaskata 1.525 kg
Samtals 1.525 kg
18.12.18 Dagrún HU-121 Þorskfisknet
Þorskur 1.228 kg
Samtals 1.228 kg
18.12.18 Fálki ÞH-035 Línutrekt
Ýsa 1.132 kg
Þorskur 68 kg
Samtals 1.200 kg

Skoða allar landanir »