„Við erum kátir með veiðarnar“

Um borð í Vestmannaey VE.
Um borð í Vestmannaey VE.

„Það er haustbragur á veiðum skipanna og það hefur aflast vel. Vestmannaey landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær og var uppistaða aflans þorskur og ýsa. Vestmannaey hóf veiðar í túrnum út af Suðausturlandi en færði sig svo á Austfjarðamið,“ segir Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins.

Bergur-Huginn er dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum og gerir út togarana Vestmannaey og Bergey. Fram kemur á vef Síldavinnslunnar að eins og undanfarin ár hafi skipin lagt stund á veiðar úti fyrir Suðausturlandi og Austfjörðum á þessum árstíma.

Aflanum sé svo ýmist landað fyrir austan eða í Eyjum. Arnar segir að veiðarnar hafi gengið vel síðustu vikurnar. 

„Bergey er á miðunum út af Suðausturlandinu og er að veiða ýsu, kola og ufsa. Gert er ráð fyrir að hún landi í Vestmannaeyjum á morgun. Við erum kátir með veiðarnar og verðin hafa verið að þokast upp á við.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.10.18 351,65 kr/kg
Þorskur, slægður 17.10.18 355,19 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.10.18 273,38 kr/kg
Ýsa, slægð 17.10.18 275,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.10.18 64,93 kr/kg
Ufsi, slægður 17.10.18 129,70 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 17.10.18 263,70 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.10.18 219,00 kr/kg
Blálanga, slægð 17.10.18 210,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.10.18 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Landbeitt lína
Ýsa 920 kg
Þorskur 229 kg
Steinbítur 57 kg
Skarkoli 48 kg
Langa 32 kg
Karfi / Gullkarfi 10 kg
Keila 2 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.300 kg
18.10.18 Esjar SH-075 Dragnót
Þorskur 6.266 kg
Skarkoli 802 kg
Lúða 2 kg
Samtals 7.070 kg
18.10.18 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 507 kg
Langa 112 kg
Steinbítur 89 kg
Þorskur 62 kg
Hlýri 15 kg
Karfi / Gullkarfi 6 kg
Skarkoli 5 kg
Ufsi 3 kg
Keila 1 kg
Samtals 800 kg

Skoða allar landanir »