Þrjátíu stærstu greiðendurnir

Flotinn í höfn. HB Grandi greiðir rúmlega milljarð króna í ...
Flotinn í höfn. HB Grandi greiðir rúmlega milljarð króna í veiðigjöld fyrir nýliðið fiskveiðiár. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Stærsti greiðandi veiðigjalda á nýliðnu fiskveiðiári, HB Grandi, greiðir 1.038 milljónir króna til ríkisins. Næstur á eftir HB Granda kemur Samherji, sem greiðir 777 milljónir króna í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið. Þeir ellefu stærstu greiða um helming veiðigjaldanna.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirliti Fiskistofu yfir álagningu veiðigjalda, sem birt var í dag.

Meðfylgjandi yfirlit er gert upp úr gögnum Fiskistofu og má í því sjá stærstu 30 greiðendur veiðigjalda á liðnu fiskveiðiári. Fimm af þessum þrjátíu eru skráðir til húsa í Reykjavík, fjórir í Vestmannaeyjum, þrír á Akureyri og þrír í Grindavík.

31 milljón á dag

Ljóst er að veiðigjöld íslenskra útgerða meira en tvöfaldast á milli fiskveiðiára, en þær greiða samtals rúmlega 11,2 milljarða fyrir nýliðið fiskveiðiár í samanburði við 4,6 milljarða á síðasta ári.

Samkvæmt útreikningum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er um að ræða 933 milljónir króna á mánuði, eða 31 milljón króna á hverjum einasta degi.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.5.19 305,28 kr/kg
Þorskur, slægður 23.5.19 349,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.5.19 293,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.5.19 213,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.5.19 92,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.5.19 139,04 kr/kg
Djúpkarfi 22.5.19 127,41 kr/kg
Gullkarfi 23.5.19 142,67 kr/kg
Litli karfi 22.5.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.5.19 295,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.5.19 Nanna Ósk ÞH-333 Grásleppunet
Grásleppa 374 kg
Samtals 374 kg
23.5.19 Sigurfari ÍS-099 Handfæri
Þorskur 138 kg
Samtals 138 kg
23.5.19 Haukur ÍS-154 Handfæri
Þorskur 695 kg
Ufsi 44 kg
Samtals 739 kg
23.5.19 Kaja ÞH-264 Handfæri
Þorskur 497 kg
Ýsa 10 kg
Samtals 507 kg
23.5.19 Lágey ÞH-265 Lína
Þorskur 2.019 kg
Steinbítur 1.140 kg
Steinbítur 1.103 kg
Ýsa 565 kg
Skarkoli 206 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 5.044 kg

Skoða allar landanir »