Rúmlega 11,2 milljarðar í veiðigjöld

Veiðigjöld eru lögð á mánaðarlega á grundvelli landaðs afla í …
Veiðigjöld eru lögð á mánaðarlega á grundvelli landaðs afla í hverjum mánuði. Ljósmynd/Borgar Björgvinsson

Íslenskar útgerðir greiða samtals rúmlega 11,2 milljarða króna í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2017/2018, sem lauk 31. ágúst. Veiðigjöldin meira en tvöfaldast á milli ára, en fiskveiðiárið 2016/2017 námu þau um 4,6 milljörðum króna. 

Það var í síðasta sinn sem veittur var tímabundinn afsláttur af veiðigjaldi og nam hann þá um 927 milljónum króna.

HB Grandi greiðir rúman milljarð króna

Fiskistofa birtir álagningu veiðigjalda á vef sínum í dag en þar má sjá að greiðendur eru 959 talsins. Ellefu stærstu greiðendurnir greiða um helming veiðigjaldanna en sá stærsti, HB Grandi, greiðir rúman milljarð króna.

Aðeins einu sinni áður hafa verið innheimt hærri veiðigjöld en nú, en álögð veiðigjöld fiskveiðiárið 2012/2013 námu alls 12,8 milljörðum. Veiðigjöld vegna fiskveiðiársins 2015/16 námu alls 6,9 milljörðum. Veiðigjöld fiskveiðiárið 2014/15 voru 7,7 milljarðar og 9,2 milljarðar fiskveiðiárið 2013/2014.

Álagningin færist nær í tíma

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, kynnti undir lok septembermánaðar nýtt frum­varp um veiðigjöld sem hann hef­ur lagt fram á Alþingi. „Þetta er miklu ein­fald­ara og auðskilja­legra. Við erum að ein­falda stjórn­sýsl­una og færa álagn­ingu veiðigjalds nær í tíma,“ sagði hann þá í samtali við 200 mílur.

Gild­andi lög um veiðigjöld renna út um ára­mót­in og þarf nýtt frum­varp því að taka gildi 1. janú­ar 2019. Kristján Þór er bjart­sýnn á að sátt verði um reglu­verkið sjálft en á von á því að skipt­ar skoðanir verði um upp­hæð gjalds­ins. „Ég von­ast eft­ir því að við get­um náð ágæt­lega sam­an um það hvernig við ætl­um að reikna gjaldið út, sem ég held að þetta frum­varp gefi al­veg fullt færi til. Svo get­um við og mun­um ör­ugg­lega hafa eðli­lega skipt­ar skoðanir um þá fjár­hæð sem at­vinnu­grein­inni er ætlað að greiða af fisk­veiðaauðlind­inni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 320,07 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 320,07 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »