Von um framtíð byggðarlaganna myndi slokkna

Starfið heldur áfram í fiskeldinu. Seiðaflutningaskipið Viking Saga hefur að …
Starfið heldur áfram í fiskeldinu. Seiðaflutningaskipið Viking Saga hefur að undanförnu verið að flytja seiði úr eldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í sjókvíaeldi fyrirtækisins í Dýrafirði. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

„Það má líkja þessu við náttúruhamfarir af mannavöldum. Fiskeldið hefur orðið okkar lífæð að undanförnu,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, þegar leitað er viðbragða hennar við úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem rekstrarleyfi Matvælastofnunar til handa Arnarlaxi og Arctic Fish Farm í Patreksfirði og Tálknafirði voru felld úr gildi.

Iða getur þess að í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi séu rúmlega 100 bein störf við fiskeldi auk þess sem um 50 menn vinni hjá verktökum sem starfa við fiskeldið. Í sveitarfélögunum tveimur eru um 1.270 íbúar og það myndi því hafa afleiðingar fyrir byggðarlagið ef fiskeldið yrði fyrir þungu höggi og umtalsverð fækkun yrði á starfsfólki.

„Þetta myndi hafa gríðarlegar afleiðingar hér. Það sorglegasta er að sú von sem hefur kviknað um framtíð byggðarlaganna og orðið til þess að fólk hefur verið að fjárfesta hér í íbúðarhúsnæði myndi slokkna,“ segir Iða Marsibil. „Getum við þá farið fram á að ríkið kaupi eignir okkar hér og hjálpi fólki að komast í burtu?“

Ráðherra bjartsýnn

Hún bætir því við að búast megi við því að sami formgalli sé á öðrum fiskeldisleyfum sem gefin hafa verið út og því muni greinin falla eins og spilaborg, ef ekki verði gripið til ráðstafana. Tekur hún fram að svo virðist sem skilningur sé á því í stjórnkerfinu að svona geti málið ekki gengið fram en hún viti ekki í hverju hugsanlegar ráðstafanir felist.

„Það er mikilvægt að leita allra leiða til þess að allir sem þetta mál snertir verði ekki fyrir tjóni vegna þeirra væntinga sem eðlilega hafa verið byggðar á afgreiðslu þriggja ríkisstofnana. Ég bind vonir við að það takist,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þegar hann er spurður um viðbrögð stjórnvalda.

Hann bendir á að vinna Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar hafi verið sett á núllpunkt með úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Fyrirtækin tvö sem hlut eigi að máli hafi haft réttmætar væntingar um uppbyggingu á grundvelli afgreiðslu ríkisstofnananna þriggja.

Ítarlegra samtal við Iðu Marsibil má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »