Vara ráðamenn þjóðarinnar við

Fiskeldi við Hlaðseyri í Patreksfirði.
Fiskeldi við Hlaðseyri í Patreksfirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Við vörum ráðamenn þjóðarinnar við að reyna að ganga gegn uppkveðnum úrskurðum óháðrar og sjálfstæðrar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Við teljum enga undanþágu verða að lögum veitta til fiskeldisfyrirtækja til starfa án gildra starfsleyfa.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, náttúruverndarfélaginu Laxinn lifi og átta veiðiréttarhöfum, sem voru sameiginlegir kærendur vegna áforma um risasjókvíaeldi norskra auðhringa og risaeldisfyrirtækja í Patreksfirði og Tálknafirði.

Tilkynningin er send út í ljósi fregna um að ríkisstjórnin ætli mögulega að grípa inn í vegna stöðunnar sem er komin upp hjá laxeldisfyrirtækjum í sveitarfélögunum eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi starfsleyfi fyrirtækjanna. Leyfin voru felld úr gildi vegna tæknilegra annmarka á útgáfu leyfanna.

Hafa ekki heimild

„Úrskurðarnefndin er stofnuð með lögum og er óháð og sjálfstæð í störfum sínum á sama hátt og dómstóll. Ráðherrar hafa því ekki heimild til að breyta úrskurðum nefndarinnar, heldur njóta deiluaðilar  skv. 60. gr. stjórnarskrárinnar réttar til að bera úrskurðina undir dómstóla,“ segir í tilkynningunni.

„Því hafa norsku laxeldisfyrirtækin lýst yfir að þau muni gera og að þau muni fara fram á flýtimeðferð. Lögum samkvæmt frestar málshöfðun ekki réttaráhrifum úrskurðanna og ráðherrar hafa þar ekkert íhlutunarvald. Öll slík íhlutun bryti gegn þrískiptingu ríkisvaldsins skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar. Ef ráðherra gerði að engu úrlausn nefndarinnar má ætla að hann stigi inn á svið dómstóla og gengi þannig á svig við ákvæði stjórnarskrárinnar.“

Tilkynningin í heild sinni:

„Í framhaldi af fréttum í gær og í dag frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, eftir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði, teljum við nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri:

Úrskurðarnefndin er stofnuð með lögum og er óháð og sjálfstæð í störfum sínum á sama hátt og dómstóll.  Ráðherrar hafa því ekki heimild til að breyta úrskurðum nefndarinnar, heldur njóta deiluaðilar  skv. 60. gr. stjórnarskrárinnar réttar til að bera úrskurðina undir dómstóla.

Því hafa norsku laxeldisfyrirtækin lýst yfir að þau muni gera og að þau muni fara fram á flýtimeðferð. Lögum samkvæmt frestar málshöfðun ekki réttaráhrifum úrskurðanna og ráðherrar hafa þar ekkert íhlutunarvald. Öll slík íhlutun bryti gegn þrískiptingu ríkisvaldsins skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar. Ef ráðherra gerði að engu úrlausn nefndarinnar má ætla að hann stigi inn á svið dómstóla og gengi þannig á svig við ákvæði stjórnarskrárinnar.

Úrskurðarnefndin var sett á fót með sérstökum lögum til að uppfylla ákvæði alþjóðasamnings um óháðan og sjálfstæðan úrskurðaraðila í ákveðnum umhverfismálum, m.a. til að leysa úr ágreiningi um gildi starfsleyfa eins og hér um ræðir. Hefur nefndin nú leyst úr ágreiningnum og aðilarnir njóta réttar til þess að bera þá ákvörðun undir dómstóla skv. stjórnarskrá.

Við vörum ráðamenn þjóðarinnar við að reyna að ganga gegn uppkveðnum úrskurðum óháðrar og sjálfstæðrar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Við teljum enga undanþágu verða að lögum veitta til fiskeldisfyrirtækja til starfa án gildra starfsleyfa.

Íslensku náttúruverndarsamtökin byggja  málflutning sinn á byggða- og umhverfisverndarsjónarmiðum.  Tekjur af nýtingu íslenskra fallvatna með laxastofnum eru mikilvægur þáttur í að byggð geti haldist í samfélögum sem eiga undir högg að sækja samfara hnignun hefðbundinna landbúnaðargreina. Rúmlega 1800 lögbýli á Íslandi  hafa tekjur af lax- og silungsveiðihlunnindum og skapa þau um 1200 ársstörf. Skráðir eigendur lögbýlanna eru um 5000 talsins og nýtur ríkissjóður þessa í skatttekjum. Með afleiddum störfum eru hér undir a.m.k. 3.600 ársstörf.  Laxeldi í opnum sjókvíum ógnar afkomu þessa fólks í sveitum.

Það er til lítils að skapa störf með því að eyða þeim annars staðar.

Náttúruverndarsamtökin standa vörð um mikla hagsmuni: að ekki sé stefnt í hættu lífríki margra lax- og silungsveiðiáa landsins með lúsafári og mengun frá framandi, erlendum og kynbættum eldislaxi. Enginn mótmælir því að laxinn muni sleppa úr fyrirhuguðu sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Víst er að eldisfiskurinn mun dreifa sér í veiðiár allt í kringum landið eins og nýleg reynsla sýnir.

Þegar eru farnir að veiðast eldislaxar í ýmsum veiðiám og það án þess að tilkynnt hafi verið um sleppitjón, t. d. í Ísafjarðardjúpi, Steingrímsfirði, Vatnsdalsá og í Eyjafjarðará. Samkvæmt skýrslum Hafrannsóknastofnunar sýnir reynslan bæði hér á landi sem og annars staðar, að allar veiðiár landsins séu í hættu, hvar sem eldið er staðsett.

Tugir eða hundruð strokfiska eru á bak við hvern stangveiddan eldislax. Þannig hefur Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun upplýst, að eldislaxar þeir sem veiðst hafi á þessu ári gefi aðeins takmarkaða mynd af stöðu mála þar sem eldislaxinn hafi tilhneigingu til að ganga seinna upp í árnar en villti laxinn og  því megi ætla að raunverulegur fjöldi eldislaxa í ám landsins muni ekki koma fram fyrr en laxveiðitímabilinu lýkur. Þeir eldislaxar sem hafi veiðst í ánum séu aðeins toppurinn á ísjakanum.

Sóknarfæri í fiskeldi felst í að taka landeldi með geldfiski á dagskrá.  Það sjókvíalaxeldi sem byrjað er á nokkrum stöðum hér á landi er þegar í miklum vandamálum vegna strokfisks, dauðfisks af óþekktum ástæðum, lúsafárs og sjúkdóma, einkum nýrnaveiki og blóðþorra.  Landeldi með geldfiski er nú byrjað í stórum stíl í Noregi og Kanada.

Náttúruverndarsamtökin munu ekki hvika frá varðstöðu sinni um byggðir landsins og ómengað umhverfi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.7.20 310,05 kr/kg
Þorskur, slægður 9.7.20 389,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.7.20 466,51 kr/kg
Ýsa, slægð 9.7.20 314,99 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.7.20 41,66 kr/kg
Ufsi, slægður 9.7.20 88,90 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 9.7.20 128,56 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.7.20 Harðbakur EA-003 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 20.733 kg
Samtals 20.733 kg
9.7.20 Pálmi ÍS-024 Handfæri
Þorskur 912 kg
Ufsi 47 kg
Samtals 959 kg
9.7.20 Bibbi Jónsson ÍS-065 Handfæri
Þorskur 598 kg
Samtals 598 kg
9.7.20 Rakel ÍS-004 Handfæri
Þorskur 501 kg
Samtals 501 kg
9.7.20 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 330 kg
Hlýri 121 kg
Ýsa 99 kg
Karfi / Gullkarfi 82 kg
Steinbítur 51 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 732 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.7.20 310,05 kr/kg
Þorskur, slægður 9.7.20 389,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.7.20 466,51 kr/kg
Ýsa, slægð 9.7.20 314,99 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.7.20 41,66 kr/kg
Ufsi, slægður 9.7.20 88,90 kr/kg
Djúpkarfi 24.6.20 34,00 kr/kg
Gullkarfi 9.7.20 128,56 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.7.20 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.7.20 Harðbakur EA-003 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 20.733 kg
Samtals 20.733 kg
9.7.20 Pálmi ÍS-024 Handfæri
Þorskur 912 kg
Ufsi 47 kg
Samtals 959 kg
9.7.20 Bibbi Jónsson ÍS-065 Handfæri
Þorskur 598 kg
Samtals 598 kg
9.7.20 Rakel ÍS-004 Handfæri
Þorskur 501 kg
Samtals 501 kg
9.7.20 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 330 kg
Hlýri 121 kg
Ýsa 99 kg
Karfi / Gullkarfi 82 kg
Steinbítur 51 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 732 kg

Skoða allar landanir »