Lög um fiskeldi samþykkt á Alþingi

Frumvarpið var lagt fram við upphaf þingfundar í dag eftir ...
Frumvarpið var lagt fram við upphaf þingfundar í dag eftir hádegi og samþykkt á tólfta tímanum í kvöld. mbl.is/​Hari

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlí­us­sonar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, um breyt­ing­ar á lög­um um fisk­eldi, var samþykkt á Alþingi á tólfta tímanum í kvöld. Frumvarpið fel­ur í sér heim­ild til ráðherra til þess að gefa út rekstr­ar­leyfi til bráðabirgða vegna fisk­eld­is.

Frumvarpið var samþykkt með 45 greiddum atkvæðum. Sex sátu hjá og nefndu þeir þingmenn helst þá ástæðu að þeir væru ósáttir við hversu hröð málsmeðferðin var. 

Ráðherra sagðist vera þakklátur fyrir þann skilning sem þingmenn hafa sýnt frumvarpinu. „Ég geri mér grein fyrir að þetta mál er undir mikilli pressu en ég ítreka þakkir fyrir þann skilning sem þingmenn sýna því að það er brýn nauðsyn að bregðast skjótt við,“ sagði Kristján Þór meðal annars.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/​Hari

Frum­varpið var lagt fram eft­ir að úr­sk­urðar­nefnd um um­hverf­is- og auðlinda­mál ógilti bæði starfs- og rekstr­ar­leyfi Fjarðalax og Arn­ar­lax fyr­ir fisk­eldi í Pat­reks­firði og Tálknafirði.

Ráðherra lagði fram frumvarpið við upphaf þingfundar í dag eftir hádegi. Áður fór fram fundur í atvinnuveganefnd Alþingis. Þingfundi var frestað laust eftir klukkan 18 og hófst þá aftur fundur í atvinnuveganefnd. Þingfundur hófst aftur klukkan kortér yfir tíu í kvöld þar sem önnur og þriðja umræðu fóru fram áður en frumvarpið var samþykkt.

Helga Vala Helgadóttir kvaddi sér hljóðs við atkvæðagreiðslu um frumvarpið og sagði hún að verið sé að bregðast við með ófullnægjandi hætti og kallaði hún atburðarás síðustu daga stjórnsýsluklúður. „Hvað gerist svo? Hvenær þurfum við að lagfæra það sem við gerum hér í dag?“ spurði þingmaðurinn.

Frumvarpið öðlast þegar gildi og verður sent ríkisstjórninni sem lög frá Alþingi. 

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 109,80 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.19 Kristján HF-100 Lína
Þorskur 1.569 kg
Ýsa 520 kg
Samtals 2.089 kg
18.4.19 Rán SH-307 Grásleppunet
Grásleppa 1.897 kg
Samtals 1.897 kg
18.4.19 Stella EA-028 Grásleppunet
Grásleppa 184 kg
Hlýri 16 kg
Samtals 200 kg
18.4.19 Fálkatindur NS-099 Grásleppunet
Grásleppa 1.895 kg
Þorskur 146 kg
Skarkoli 76 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »