Óttar biðst afsökunar

Óttar Yngvason í Kastljósi í gærkvöldi.
Óttar Yngvason í Kastljósi í gærkvöldi. Skjáskot/RÚV

Óttar Yngvason, lögmaður nátt­úru­vernd­ar­sam­taka og veiðirétt­hafa sem mótmælt hafa fiskeldi í sjókvíum á Vestfjörðum, biðst afsökunar á að hafa ekki orðað hluta af máli sínu betur í Kastljósi í gær.

Þetta segir Óttar í bréfi sem hann hefur sent fjölmiðlum og vísar til ummæla sinna um þjóðerni starfsmanna í fiskeldi á Vestfjörðum. Tekur hann fram að þjóðerni þeirra, sem í laxeldi starfa, sé málefninu óviðkomandi.

„Ég biðst afsökunar á að hafa ekki orðað þetta betur,“ skrifar Óttar, en bréfið er stílað á Einar Þorsteinsson, annan umsjónarmanna Kastljóss.

„Um leið er rétt að benda á, að starfsmannatölur sem ég nefndi áttu einungis við nýbyrjað laxeldi í Patreksfirði. Aðrar starfsmannatölur sem fram komu áttu augljóslega við meintan heildarfjölda allra eldisfyrirtækja á Vestfjörðum.“

Bréf Óttars í heild sinni:

„Til Einars, stjórnanda Kastljóss.

Vegna orða minna í Kastljósi í gær vill undirritaður taka fram, að þjóðerni þeirra sem vinna í laxeldi er málefninu óviðkomandi. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki orðað þetta betur.

Um leið er rétt að benda á, að starfsmannatölur sem ég nefndi áttu einungis við nýbyrjað laxeldi í Patreksfirði. Aðrar starfsmannatölur sem fram komu áttu augljóslega við meintan heildarfjölda allra eldisfyrirtækja á Vestfjörðum.

Bestu kveðjur,

Óttar Yngvason.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.12.18 310,69 kr/kg
Þorskur, slægður 13.12.18 332,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.12.18 247,64 kr/kg
Ýsa, slægð 13.12.18 255,65 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.12.18 95,57 kr/kg
Ufsi, slægður 13.12.18 110,84 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 13.12.18 362,47 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.12.18 233,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.12.18 Fálki ÞH-035 Línutrekt
Ýsa 546 kg
Samtals 546 kg
14.12.18 Gullhólmi SH-201 Lína
Ýsa 2.730 kg
Þorskur 52 kg
Hlýri 23 kg
Langa 8 kg
Steinbítur 4 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 2.820 kg
14.12.18 Fönix BA-123 Lína
Þorskur 5.784 kg
Ýsa 2.211 kg
Samtals 7.995 kg
14.12.18 Gullver NS-012 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 246 kg
Ufsi 104 kg
Hlýri 43 kg
Samtals 393 kg

Skoða allar landanir »