Skiptar skoðanir um leið ráðherra

mbl.is/Hjörtur

Talsverð umræða hefur farið fram á Alþingi í kjölfar þess að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagði fram frumvarp sitt um breytingar á lögum um fiskeldi sem felur í sér heimild til ráðherra til þess að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða vegna fiskeldis. Samþykkt var með afbrigðum að taka frumvarpið strax á dagskrá þingsins.

Þingmenn sem tóku til máls hafa flestir verið sammála um að þörf sé á aðgerðum vegna ákvörðunar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að fella úr gildi starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja sem starfrækt eru á Vestfjörðum. Hins vegar hafa verið nokkuð skiptar skoðanir um að rétt sé að fara þá leið sem boðuð er með frumvarpi ráðherra.

Lögð er áhersla á það af stjórnarmeirihlutanum að ljúka afgreiðslu málsins á Alþingi sem fyrst og er gert ráð fyrir að frumvarpið verði tekið fyrir á fundi atvinnuveganefndar þingsins síðar í dag að lokinni fyrstu umræðu. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, var spurður að því í umræðunni hvort keyra ætti málið í gegn í dag en hann sagði það ekki standa til.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.12.18 260,43 kr/kg
Þorskur, slægður 16.12.18 369,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.12.18 221,37 kr/kg
Ýsa, slægð 16.12.18 178,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.12.18 72,37 kr/kg
Ufsi, slægður 16.12.18 132,04 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 16.12.18 246,93 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.12.18 151,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.12.18 Fönix BA-123 Lína
Þorskur 4.457 kg
Ýsa 256 kg
Samtals 4.713 kg
16.12.18 Björg EA-007 Botnvarpa
Þorskur 196.648 kg
Samtals 196.648 kg
16.12.18 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 5.720 kg
Samtals 5.720 kg
16.12.18 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg
16.12.18 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Þorskur 251 kg
Keila 24 kg
Steinbítur 19 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 297 kg

Skoða allar landanir »