Makríll áfram til umræðu

Makríl sturtað úr poka niðuir í lest.
Makríl sturtað úr poka niðuir í lest. mbl.is/Árni Sæberg

Fundi strandríkja um stjórnun makrílveiða næsta árs lauk í London í gær án niðurstöðu. Í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, er lagður til um 40% samdráttur á afla á næsta ári, en gagnrýni hefur komið fram á stofnlíkanið sem liggur til grundvallar ráðgjöfinni.

ICES hefur ákveðið að fara í saumana á líkaninu og hugsanlega endurmeta stærð stofnsins í framhaldi af því. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í mars á næsta ári, en óljóst er hvort hún hefur áhrif á kvóta næsta árs.

Fundað verður á ný um makrílveiðarnar í lok mánaðarins og þar er m.a. gert ráð fyrir að heildarafli næsta árs verði ákveðinn, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.10.18 300,20 kr/kg
Þorskur, slægður 19.10.18 325,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.10.18 213,79 kr/kg
Ýsa, slægð 19.10.18 164,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.10.18 100,35 kr/kg
Ufsi, slægður 19.10.18 140,76 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 19.10.18 296,76 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.10.18 226,00 kr/kg
Blálanga, slægð 19.10.18 299,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.10.18 Esjar SH-075 Dragnót
Ýsa 7.290 kg
Þorskur 2.304 kg
Skarkoli 185 kg
Steinbítur 153 kg
Lúða 44 kg
Samtals 9.976 kg
20.10.18 Hulda GK-017 Lína
Ýsa 1.423 kg
Samtals 1.423 kg
20.10.18 Gullver NS-012 Botnvarpa
Ufsi 10.483 kg
Ýsa 2.638 kg
Þorskur 2.601 kg
Samtals 15.722 kg
20.10.18 Sóley Sigurjóns GK-200 Botnvarpa
Þorskur 22.500 kg
Ufsi 3.361 kg
Karfi / Gullkarfi 256 kg
Samtals 26.117 kg

Skoða allar landanir »