Laxeldismálin til umræðu í Þingvöllum

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi ...
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, stýra útvarpsþættinum Þingvellir á K100.

Laxeldismál verða til umræðu í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á útvarpsstöðinni K100 í dag, en þátturinn hefst kl. 10. Gestir þáttarins verða þau Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur og Sif Konráðsdóttir lögfræðingur, sem starfaði sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra þar til í maí síðastliðnum.

Þau munu fara yfir laxeldismálin með þáttastjórnanda Þingvalla, Björtu Ólafsdóttur.

Málefni laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum hafa verið til mikillar umfjöllunar síðustu tíu daga, eða allt frá því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákv­arðanir Um­hverf­is­stofn­un­ar um út­gáfu starfs­leyfa fyr­ir rekstr­araðilana Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf. í Pat­reks- og Tálknafirði.

Sú ákvörðun var umdeild og skapaði mikla óvissu fyrir atvinnulífið á sunnanverðum Vestfjörðum. Ríkisstjórnin brást hratt við þeirri stöðu sem upp kom með lagasetningu um að ráðherra geti gefið út bráðabirgðastarfsleyfi, sem hefur einnig reynst umdeild.

Björt og gestir hennar munu ræða þessi mál í þættinum, sem hefst sem áður segir kl. 10.

Hér má hlusta á þáttinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.1.19 346,26 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.19 409,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.19 342,53 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.19 293,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.1.19 91,58 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.19 144,91 kr/kg
Djúpkarfi 2.1.19 188,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.19 243,34 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.19 100,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.19 Hjalteyrin EA-306 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 590 kg
Samtals 590 kg
15.1.19 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 834 kg
Ýsa 796 kg
Keila 195 kg
Steinbítur 113 kg
Ufsi 39 kg
Langa 18 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Samtals 2.004 kg
15.1.19 Hvanney SF-051 Þorskfisknet
Ufsi 77 kg
Ýsa 19 kg
Karfi / Gullkarfi 17 kg
Keila 9 kg
Steinbítur 8 kg
Rauðmagi 2 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 134 kg

Skoða allar landanir »