Óðinn sigli aftur út á sundin árið 2020

Varðskipið Óðinn á leið í slipp í gærmorgun.
Varðskipið Óðinn á leið í slipp í gærmorgun. mbl.is/Eggert

„Það gekk brösuglega í fyrstu,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, sem tekinn var í slipp í Reykjavíkurhöfn í gær. Það gekk ekki vandræðalaust, eins og Guðmundur segir frá. Allt fór þó vel að lokum.

Guðmundur segir að skipið hafi verið í sleðum við Sjóminjasafnið, sem fastir hafi verið við skipið báðum megin og eins að framan og aftan.

Guðmundur Hallvarðsson skoðar vélarnar í Óðni.
Guðmundur Hallvarðsson skoðar vélarnar í Óðni. mbl.is/Eggert

Gekk vonum framar

„Þegar við losuðum skipið þaðan þá kom í ljós ákveðin stjórnborðsslagsíða. Orsökin reyndist vera mismunandi ballest í sjótönkunum. Þegar þarna var komið við sögu var hins vegar búið að aftengja rafmagnsleiðslur sem lágu í skipið, og þess vegna þurfti að setja sex tonn af ballest bakborðsmegin, til þess að rétta skipið af,“ segir Guðmundur í samtali við 200 mílur.

„Annars gekk aðgerðin vonum framar, en þetta er í annað sinn sem skipið er tekið í slipp eftir að Hollvinasamtökunum var afhent skipið.“

Í slippnum verður botn skipsins hreinsaður og skipt um sink.
Í slippnum verður botn skipsins hreinsaður og skipt um sink. mbl.is/Eggert

Reyndist Landhelgisgæslunni vel

Í slippnum verður botn skipsins hreinsaður og skipt um sink, að sögn Guðmundar, en málmurinn kemur í veg fyrir tæringu af völdum strauma í sjónum við höfnina.

„Síðan á að opna inntök á ýmsum botnlokum, sem búið var að sjóða fyrir,“ segir Guðmundur, þar sem stefnt er að því árið 2020, þegar sextíu ár verða liðin frá því Óðinn kom til landsins, að skipið sigli út á sundin fyrir eigin vélarafli.

Óðinn var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959 og kom til landsins 27. janúar 1960, en hann átti þá eftir að reynast Landhelgisgæslunni vel í komandi þorskastríðum og fjölmörgum björgunaraðgerðum, ekki síst átta árum síðar þegar mannskaðaveður gerði á Ísafjarðardjúpi.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.18 290,41 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.18 326,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.18 273,69 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.18 249,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.18 128,56 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.18 125,20 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 246,54 kr/kg
Gullkarfi 14.11.18 261,85 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.11.18 279,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.18 Hrafnreyður KÓ-100 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 4.468 kg
Samtals 4.468 kg
14.11.18 Dóri GK-042 Lína
Hlýri 107 kg
Keila 68 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 3 kg
Samtals 187 kg
14.11.18 Högni NS-010 Landbeitt lína
Þorskur 2.533 kg
Ýsa 762 kg
Keila 5 kg
Samtals 3.300 kg
14.11.18 Fálkatindur NS-099 Landbeitt lína
Þorskur 3.372 kg
Ýsa 790 kg
Keila 127 kg
Tindaskata 73 kg
Hlýri 17 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 4.398 kg

Skoða allar landanir »