Yfir 30 kílóa styrjur í eldi

Eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi.
Eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Styrjur hafa dafnað vel í eldi í stöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi síðustu ár. Þar eru nú um 200 styrjur og þær stærstu eru orðnar yfir 30 kíló að þyngd.

Eldi styrju er þolinmæðisverk því sex til átta ár tekur að ala seiði fram til kynþroska. Eftir nokkru er hins vegar að slægjast því mikil verðmæti eru fólgin í hrognum styrjunnar eða kavíarnum.

Styrjueldið er hins vegar aukabúgrein hjá fyrirtækinu í eldisstöðinni á Reykjanesi því áherslan er á eldi á senegalflúru. Nú eru 7-10 tonn af tegundinni flutt út í viku hverri og fer fiskurinn að mestu með flugi til viðskiptavina í Evrópu og Bandaríkjunum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að af öðrum tegundum sem skilgreindar eru sem framandi hér á landi og eru í eldi megi nefna sæeyru og ostrur. Fimmta kynslóð ungviðis ostra kom frá Spáni til Húsavíkur fyrir skömmu, en það er fyrirtækið Víkurskel ehf. sem stendur fyrir verkefninu. Í haust fóru fyrstu afurðirnar frá fyrirtækinu til sölu á veitingahúsi í Reykjavík.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.1.19 259,95 kr/kg
Þorskur, slægður 18.1.19 372,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.1.19 240,15 kr/kg
Ýsa, slægð 18.1.19 252,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.1.19 89,35 kr/kg
Ufsi, slægður 18.1.19 136,86 kr/kg
Djúpkarfi 16.1.19 253,00 kr/kg
Gullkarfi 18.1.19 220,19 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.1.19 266,89 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.1.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Langa 72 kg
Keila 71 kg
Þorskur 9 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 157 kg
19.1.19 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 6.064 kg
Ýsa 194 kg
Steinbítur 44 kg
Langa 30 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 6.340 kg
19.1.19 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 469 kg
Keila 446 kg
Langa 234 kg
Ýsa 187 kg
Ufsi 85 kg
Steinbítur 11 kg
Karfi / Gullkarfi 8 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »