Smíða síðustu bobbingana

Lok og læs. Þórarinn Kristjánsson og Ingimar Víglundsson í smíðasal ...
Lok og læs. Þórarinn Kristjánsson og Ingimar Víglundsson í smíðasal Stáldeildarinnar á Laufásgötu á Akureyri. Smíði bobbinga verður hætt á næstunni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Talsverð umsvif hafa síðustu áratugi fylgt smíði bobbinga fyrir togaraflotann. Þar hefur Stáldeildin á Akureyri verið í fararbroddi og ein um hituna síðustu ár, en nú er komið að leiðarlokum.

„Við erum bara á síðustu metrunum og ég sé ekki annað en að tæki og tól fari í brotajárn, sem er bara hreinasta hörmung,“ segir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Handtökin við framleiðsluna eru að hluta þau sömu og verið hafa í tæplega 60 ár, en á sínum tíma framleiddi ODDI á Akureyri bobbinga fyrir togarana. Þessi framleiðsla færðist síðan yfir til Gúmmívinnslunnar og síðan Stáldeildarinnar.

Bragi Nikulásson vinnur við frágang á stálbobbingum, sem fara um ...
Bragi Nikulásson vinnur við frágang á stálbobbingum, sem fara um borð í togaraflotann. Þeir fá blágrænan lit fyrir afhendingu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Enginn raunverulegur áhugi

Þegar mest var umleikis hjá fyrirtækinu voru bobbingar smíðaðir í húsnæði fyrirtækisins á Laufásgötunni á hafnarsvæðinu úr rúmlega 200 tonnum af stáli á ári, en í fyrra fóru um 50 tonn í framleiðsluna. Ekki eru mörg ár síðan fimm starfsmenn unnu að jafnaði við bobbingana, en nú eru þeir tveir auk Þórarins.

„Hér er allt fyrir hendi; tækin, tæknin og kunnáttan og ekki vantar markaðinn,“ segir Þórarinn. „Ég er búinn að bjóða fjölda verkstæða að kaupa tækin, en hér er að hluta sérhannaður, heimasmíðaður búnaður. Reksturinn hefur verið til sölu í tvö ár, en enginn hefur sýnt raunverulegan áhuga á að taka við þessari bobbingaframleiðslu. Það er því lítið annað að gera en að loka þessu.

Svo er orðið erfitt að fá starfsfólk því mörgum finnst starfið við járnsmíðina helst til óþrifalegt og hávaðinn of mikill. Margir vilja heldur vinna við tölvur eða í verslun, en ég er ekki viss um að þeim líði betur. Mér finnst það bara sóun að svona skuli fara.“

Þórarinn segir að með lokun Stáldeilarinnar ljúki smíði bobbinga hérlendis, sem nú séu fluttir inn og mest komi frá Póllandi. Ekki sé nýtt að menn hafi þurft að keppa við innflutning og hann hafi aldrei haft neitt á móti eðlilegri samkeppni. Á sínum tíma flutti fyrirtækið einnig út bobbinga til Kanada, Grænlands, Noregs og Færeyja og talsvert hefur farið til Færeyja fram undir þennan dag.

Hef viljað vinna og byggja upp

Þórarinn rak Gúmmívinnsluna frá 1983 og var viðloðandi reksturinn til 2012, en fyrirtækið er nú í eigu N1. Árið 1991 var Stáldeildin sett á laggirnar og hefur Þórarinn rekið hana til þessa dags. Hann er á áttræðisaldri og segir að það væri eftir öðru að hann lenti sjálfur á Minjasafninu!

Auk Stáldeildarinnar var ýmis önnur starfsemi undir hatti Gúmmívinnslunnar á Akureyri á síðustu áratugum, nefna má hjólbarðaþjónustu, innflutning á Bridgestone-dekkjum, framleiðslu á mottum fyrir barnaleikvelli og víðar og millibobbinga fyrir sjávarútveginn. Í þessa framleiðslu var notað úrgangsgúmmí að stórum hluta.

„Alla mína tíð hef ég haft gaman af því að vinna og viljað byggja atvinnulífið upp hér á Akureyri og gera eitthvað vitrænt. Þess vegna finnst manni snúið að ekki finnist framhald og ekkert sé í stöðunni annað en að skella í lás,“ segir Þórarinn.

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.19 322,77 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.19 404,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.19 310,91 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.19 291,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.19 102,98 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.19 136,07 kr/kg
Djúpkarfi 16.1.19 253,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.19 320,89 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.19 100,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.19 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Ýsa 4.255 kg
Þorskur 2.741 kg
Steinbítur 1.404 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 8.410 kg
16.1.19 Afi ÍS-089 Landbeitt lína
Þorskur 1.485 kg
Ýsa 1.161 kg
Steinbítur 300 kg
Langa 10 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 2.965 kg
16.1.19 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Ýsa 314 kg
Langa 236 kg
Steinbítur 92 kg
Þorskur 70 kg
Hlýri 46 kg
Ufsi 15 kg
Karfi / Gullkarfi 8 kg
Samtals 781 kg

Skoða allar landanir »