Endurskipuleggja starfsemina á Vopnafirði

Tekið er fram að engin áform séu um að draga …
Tekið er fram að engin áform séu um að draga úr starfsemi HB Granda á Vopnafirði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja starfsemi HB Granda á Vopnafirði á milli vertíða, þar sem rekstur bolfiskvinnslu á staðnum hefur ekki gengið sem skyldi.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem HB Grandi hefur sent Morgunblaðinu og 200 mílum, vegna fréttaflutnings af uppsögnum starfsmanna útgerðarinnar.

Í tilkynningunni segir að HB Grandi hafi í mörg ár rekið öfluga uppsjávarvinnslu á Vopnafirði, þar sem unnið sé á vöktum allan sólarhringinn á meðan vertíð standi. Fastráðnir starfsmenn uppsjávarfrystihúsins á Vopnafirði séu eftir uppsagnir 60 talsins, og hafi verið 60-65 í gegnum árin.

Áfram stefnt að því hafa starfsemi á milli vertíða

„Tíminn á milli vertíða hefur verið nýttur í ýmiss konar verkefni. Árið 2016 var tekin ákvörðun um að byggja upp bolfiskvinnslu á Vopnafirði til að starfrækja á milli vertíða og hófst vinnsla í henni eftir sjómannaverkfallið í mars 2017. Rekstur bolfiskvinnslu hefur almennt ekki gengið sem skyldi og hefur því verið ákveðið að endurskipuleggja starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða.“

Tekið er fram að engin áform séu um að draga úr starfsemi HB Granda á Vopnafirði. Þar sé í dag rekið öflugt uppsjávarfrystihús og fiskimjölsverksmiðja.

„Áfram er stefnt að því að hafa starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða en verið er að skoða hvernig best er að haga því, en engin ákvörðun liggur fyrir í þeim efnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »