Ásakanir Heiðveigar ekki eina ástæðan

Deilur innan Sjómannafélags Íslands eru sagðar Jötni óviðkomandi.
Deilur innan Sjómannafélags Íslands eru sagðar Jötni óviðkomandi. mbl.is/Sigurður Bogi

Ásakanir Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gagnvart stjórn Sjómannafélags Íslands voru einar og sér ekki ástæða þess að viðræðum um sameiningu var frestað. Þetta segir stjórn Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum, en félagið var eitt þeirra sem slitu sameiningarviðræðum við SÍ í októbermánuði.

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, sagði í samtali við 200 mílur fyrr í vikunni að ásakanir Heiðveigar hefðu valdið því að upp úr viðræðunum slitnaði. Þannig hefði hún unnið á alvarlegan hátt gegn hagsmunum félagsins.

Í tilkynningu frá Jötni segir að aðalfundur félagsins, sem haldinn var í gær, vilji koma á framfæri alvarlegum athugasemdum um þann gjörning sem trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Íslands hafi upplýst í vikunni, en vísað er til brottvikningar Heiðveigar úr félaginu.

„Aðför að lýðræðislegri tjáningu“

Segir enn fremur að gagnrýni á stjórnunarháttum yfirstjórnar stéttarfélags sé ekki brottrekstrarsök.

„Sjómannafélagið Jötunn fagnar áhuga, gagnrýni og þátttöku félagsmanna og er aðför að lýðræðislegri tjáningu alvarlegur misbrestur stéttarfélags sem verður að leiðrétta strax.“

Þá vilji stjórn Jötuns koma á framfæri að ásakanir einar og sér séu ekki nægjanleg ástæða fyrir frestun viðræðna heldur komi fleiri ástæður þar til. Deilur innan Sjómannafélags Íslands séu þeim óviðkomandi og séu eingöngu milli aðila í Sjómannafélagi Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.19 287,48 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.19 360,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.19 224,28 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.19 242,24 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.19 95,02 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.19 137,23 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 24.4.19 244,84 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.19 Vigur SF-080 Lína
Steinbítur 461 kg
Ýsa 454 kg
Þorskur 67 kg
Ufsi 2 kg
Skötuselur 2 kg
Skarkoli 1 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Hlýri 1 kg
Samtals 989 kg
24.4.19 Hróðgeir Hvíti NS-089 Grásleppunet
Grásleppa 198 kg
Samtals 198 kg
24.4.19 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Ýsa 434 kg
Steinbítur 107 kg
Hlýri 48 kg
Þorskur 47 kg
Karfi / Gullkarfi 11 kg
Samtals 647 kg

Skoða allar landanir »