Fiskeldi verði stundað í sátt við náttúru

Merki átaksins sem kynnt var í gær.
Merki átaksins sem kynnt var í gær.

Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund, hefur ýtt úr vör kynningarátaki um kosti þess að stunda fiskeldi á landi eða í lokuðum sjókvíum.

Í tilkynningu frá sjóðnum er bent á að á undanförnum mánuðum hafi nokkuð verið fjallað um fiskeldi í opnum sjókvíum við Ísland, sem sé umdeilt hér á landi eins og annars staðar.

„Minna hefur farið fyrir umræðu um heilbrigt og umhverfisvænt fiskeldi í lokuðum sjókvíum eða um eldi á landi. Markmið kynningarátaksins er að upplýsa frekar um neikvæð umhverfisáhrif opinna eldiskvía í sjó og kosti fiskeldis á landi og í lokuðum sjókvíum, sem er hvort tveggja í senn öruggara og umhverfisvænna,“ segir í tilkynningunni.

Á móti straumnum

Heiti kynningarátaksins er „Á móti straumnum“ og er sagt vísa til laxins, „sem leitar móti / straumi sterklega / og stiklar fossa“ eins og Bjarni Thorarensen orti um.

Átakið hófst í gær með opnun vefsíðunnar amotistraumnum.is. Að því er fram kemur í tilkynningunni má þar finna upplýsingar um kosti fiskeldis á landi og í lokuðum sjókvíum, auk nánari upplýsinga um þau vandamál og umhverfisáhættur sem felist í fiskeldi í opnum sjókvíum til viðbótar við annan mikilvægan fróðleik um málefnið.

„Markmið átaksins er að kynna kosti fiskeldis í lokuðum sjókvíum, sem er hvort tveggja í senn öruggt og umhverfisvænt,“ er haft eftir Gísla Sigurðssyni, íslenskufræðingi og talsmanni átaksins.

„Fiskeldi er mikilvæg atvinnugrein og mun hafa veigamiklu hlutverk að gegna þegar fram líða stundir. Ísland er ákjósanlegur staður til að byggja upp öflugt fiskeldi en það er mikilvægt að stunda fiskeldi í sátt við náttúruna og án þess að það skaði ímynd og orðspor Íslands.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »