Laxinn vex betur en þekkst hefur eystra

Guðmundur segir að gengið sé að lagast og því fáist …
Guðmundur segir að gengið sé að lagast og því fáist gott verð fyrir afurðirnar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Laxinn hjá Fiskeldi Austfjarða í Berufirði hefur vaxið vel í sumar og haust. Slátrun hófst í gær eftir hausthlé, tveimur mánuðum fyrr en á síðasta ári, enda er laxinn orðinn 6,2 kg að meðaltali eftir aðeins 16 mánaða eldi í sjókvíum. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, segir að aldrei áður hafi náðst jafn góður árangur í laxeldi á Austfjörðum.

Guðmundur segir að vaxtarskilyrði hafi verið góð, vegna góðrar tíðar. Sumarið hafi verið einstaklega gott og ekki hafi gert óveður í haust eins og stundum áður. Þá segir hann að góður tækjabúnaður hjálpi til við að auka vöxt fisksins. Fiskeldi Austfjarða hafi til dæmis fengið nýtt myndavélakerfi í febrúar. Með því sé hægt að fylgjast nákvæmlega með því hvernig fiskurinn tekur fóður, hvort sem hann er ofarlega eða neðarlega í sjókvíunum. Það hjálpi til við að hafa fóðrunina nákvæma.

Laxinn frá Fiskeldi Austfjarða er vottaður af AquaGap og á aðgang að einni virtustu matvörukeðju Bandaríkjanna. Guðmundur segir að gengið sé að lagast og því fáist gott verð fyrir afurðirnar.

„Laxinn okkar fær eingöngu hágæða fóður sem búið er til úr náttúrulegum hráefnum. Við fylgjum ströngustu stöðlum um búnað og öryggi. Ekki hefur orðið vart við lús á laxinum eða sjúkdóma og laxinn hefur enga meðhöndlun fengið við slíku fyrir slátrun. Ástand sjávar og botns við kvíar hefur verið vaktað frá því fyrir útsetningu seiða og á hámarks álagi og niðurstöðurnar sýna að sjálfbærni er tryggð,“ segir Guðmundur.

Rætt er nánar við Guðmund í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »