Björgin beygir oftast í austur

Björg EA á siglingu á Pollinum við Akureyri.
Björg EA á siglingu á Pollinum við Akureyri. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Áhöfnin er samhent, skipið reynist vel og Austurfjaðarmiðin hafa gefið vel í allt haust. Hér fer því margt saman og þá auðvitað í bland við heppni,” segir Guðmundur Freyr Guðmundsson skipstjóri á Samherjatogaranum Björgu EA í samtali við 200 mílur.

Í októbermánuði var afli Bjargar EA alls 1324,5 tonn úr sjó í sjö löndunum, segir  á aflafrettir.is. Það gerir að jafnaði 189 tonn í hverri þeirra. Kunnugir telja að þetta sé með því best og mesta sem nokkru sinni hefur verið fiskað á íslenskum ís- eða ferskfisktogara í einum mánuði.

 Aflinn var að mestu leyti þorskur, eða alls 1.135 tonn. Mestu var landað á Akureyri, þá eftir túra sem sjaldnast eru meira en fjórir til fimm dagar. Sumir túrar eru reyndar skemmri.

Stutt á miðin frá Neskaupstað

„Já, það var einu sinni nú í október að í fyrri hluta vikunnar sáu menn að vinnslan hjá ÚA á Akureyri þyrfti meira hráefni fyrir síðasta dag vinnuvikunnar. Við fórum því út á þriðjudagskvöldi og vorum úti fyrir Norðurland í rúma tvo sólarhringa. Komum svo inn á föstudagsmorguni og vorum þá með 87 tonn. Það gekk allt upp í þeim túr. Í annari ferð vorum við með um 240 tonn eftir fimm daga á veiðum,“ segir Guðmundur Freyr.

Öðru hvoru gerist að afla úr Björgu EA er landað í Neskaupstað, eins og gerðist í dag. Aflinn var 160 tonn. „Við komum alltaf inn öðru hvoru hér í Neskaupstað sem kemur vel út, því miðin eru ekki langt undan. Héðan erum við ekki nema um tvo tíma út fyrir tólf mílurnar þá annað hvort á Glettinganesflak eða Tangaflakið en hvoru tveggja eru fengsæl mið,“ segir skipstjórinn sem finnst eins og Vestfjarðamið hafi heldur gefið eftir að undanförnu. Akureyrartogararnir og fleiri reyndar séu því mikið fyrir austan land þetta haustið.

 Tek ákvörðun við Hrólfsker

„Þegar við leggjum frá bryggju frá Akureyri er sjaldnast ákveðið á hvaða miðum skuli fiskað í það skiptið. Ég nota því gjarnan tímann á leiðinni út Eyjafjörð til að afla upplýsing um hvert stefnt skuli; hringi í menn, athuga aflatölur, skoða veðurspá og fleira. Tek svo ákvörðun við Hrólfsker, sem er nánast í minni fjarðarins, og nú um stundir beygi ég oftast í austur,“ segir Guðmundur Freyr sem tók við Björgu EA sem nýju skipi í byrjun þessa árs.

Guðmundur Freyr Guðmundsson
Guðmundur Freyr Guðmundsson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.11.18 286,26 kr/kg
Þorskur, slægður 16.11.18 327,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.11.18 232,01 kr/kg
Ýsa, slægð 16.11.18 207,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.11.18 39,87 kr/kg
Ufsi, slægður 16.11.18 164,36 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 246,54 kr/kg
Gullkarfi 16.11.18 303,09 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.11.18 269,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.11.18 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Landbeitt lína
Þorskur 340 kg
Ýsa 113 kg
Skarkoli 32 kg
Steinbítur 11 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 497 kg
17.11.18 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Skarkoli 1.176 kg
Ufsi 14 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 2 kg
Samtals 1.192 kg
17.11.18 Einar Hálfdáns ÍS-011 Landbeitt lína
Þorskur 3.462 kg
Ýsa 1.220 kg
Skarkoli 55 kg
Langa 8 kg
Hlýri 7 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 4.754 kg

Skoða allar landanir »