Starfsleyfi eru í vinnslu í ráðuneyti

Arctic Fish er að byggja upp mikla seiðastöð í Tálknafirði. ...
Arctic Fish er að byggja upp mikla seiðastöð í Tálknafirði. Þar er verið að ala stórseiði sem ætlunin er að setja í sjókvíar í Patreksfirði og Tálknafirði á næsta ári. Stöðin er tæknilega mjög vel útbúin. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Beiðni Arctic Fish og Arnarlax um tímabundna undanþágu frá kröfu um starfsleyfi er enn í vinnslu í umhverfisráðuneytinu. Leyfismál fyrirtækjanna vegna eldis í Patreks- og Tálknafirði eru því ekki komin í lag þrátt fyrir að sjávarútvegsráðherra hafi veitt þeim rekstrarleyfi til bráðabirgða til 10 mánaða.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi starfs- og rekstrarleyfi Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar fyrir rúmum mánuði vegna ófullnægjandi umhverfismats. Starfsleyfi er forsenda rekstrarleyfis og er málið því í sömu stöðu og áður.

Arctic Fish og Arnarlax sóttu um bráðabirgðaleyfin strax daginn eftir að Alþingi heimilaði sjávarútvegsráðherra að veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða en umhverfisráðherra hafði fyrir hliðstæða heimild gagnvart starfsleyfum.

Lýkur eins fljótt og auðið er

Heimild umhverfisráðherra er að finna í lögum um hollustuhætti. Þar segir að ef ríkar ástæður mæla með því og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og eftir atvikum heilbrigðisnefndar sé ráðherra heimilt að veita slíka undanþágu.

Samkvæmt upplýsingum umhverfisráðuneytisins er beiðni fyrirtækjanna í vinnslu og unnið að því að ljúka henni eins fljótt og auðið er.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.18 293,50 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.18 313,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.18 280,07 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.18 266,11 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.18 115,91 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.18 168,37 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 246,54 kr/kg
Gullkarfi 15.11.18 261,13 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.18 246,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.18 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Ufsi 50.572 kg
Ufsi 14.051 kg
Karfi / Gullkarfi 579 kg
Samtals 65.202 kg
15.11.18 Sæli BA-333 Lína
Ýsa 237 kg
Þorskur 165 kg
Steinbítur 21 kg
Samtals 423 kg
15.11.18 Blíða SH-277 Plógur
Ígulker 2.306 kg
Samtals 2.306 kg
15.11.18 Andey GK-066 Landbeitt lína
Þorskur 4.895 kg
Langa 423 kg
Ýsa 192 kg
Samtals 5.510 kg

Skoða allar landanir »