Hætta sé á óafturkræfu tjóni

Aflanum landað í Grindavík.
Aflanum landað í Grindavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Með óbreyttu ástandi er hætt við að óafturkræft tjón verði fyrir fjölda samfélaga hringinn í kringum landið, en margir eru uggandi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár, þar sem útgerðir hafa verið nauðbeygðar til að draga seglin saman vegna hárra veiðigjalda.

Þetta kemur fram í umsögn bæjarstjórnar Grindavíkur við nýtt frumvarp til laga um veiðigjöld.

Í umsögninni, sem send hefur verið atvinnuveganefnd Alþingis, segir að sjávarútvegur sé undirstöðuatvinnuvegur í Grindavík. Því sé fjöldi fjölskyldna og fyrirtækja sem leggi allt sitt traust á að rekstur útgerðafyrirtækja sé stöðugur.

Heilu bæjarfélögin búi við óvissu

„Á síðastliðnu kvótaári greiddu félög í Grindavík yfir 1,1 milljarð króna í veiðigjöld. Það liggur fyrir að þessir fjármunir verða þá ekki nýttir í rekstri þeirra, sem annars hefðu verið þeim og bæjarfélaginu til hagsbóta,“ segir í umsögninni.

„Með hóflegu veiðigjaldi myndi skapast grundvöllur til uppbyggingar og endurnýjunar á búnaði og skipaflota Grindavíkur, sem við teljum sérstaklega mikilvægt, til dœmis með tilliti til aðbúnaðar og öryggis sjómanna.“

Fullyrt er að mikilvægt sé að Alþingi merki alvarleika málsins og bregðist við á trúverðugan hátt, til að draga úr þeirri óvissu sem heilu bæjarfélögin búi við, eins og það hafi jafnan gert fyrir aðrar atvinnugreinar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.11.18 279,41 kr/kg
Þorskur, slægður 19.11.18 308,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.11.18 254,71 kr/kg
Ýsa, slægð 19.11.18 256,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.11.18 100,15 kr/kg
Ufsi, slægður 19.11.18 105,67 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 246,54 kr/kg
Gullkarfi 19.11.18 261,92 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.11.18 286,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.11.18 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 13.320 kg
Samtals 13.320 kg
19.11.18 Rifsari SH-070 Dragnót
Þorskur 4.446 kg
Skarkoli 3.592 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 3 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 8.042 kg
19.11.18 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 4.006 kg
Samtals 4.006 kg
19.11.18 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 367 kg
Langa 99 kg
Þorskur 96 kg
Steinbítur 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 570 kg

Skoða allar landanir »