HB Grandi hættir með öryggisstjóra

Snæfríður Einarsdóttir.
Snæfríður Einarsdóttir. mbl.is/Golli

HB Grandi hefur lagt niður stöðu öryggisstjóra og um leið sagt upp Snæfríði Einarsdóttur, sem fengin var til að gegna stöðunni er henni var fyrst komið á fót árið 2016.

Þetta staðfestir Snæfríður í samtali við 200 mílur, en hún lét af störfum í septembermánuði.

„Nýir eigendur hafa tekið við og þeim fylgja breyttar áherslur,“ segir hún.

Sem öryggisstjóri heyrði Snæfríður beint undir forstjóra, en Guðmundur Kristjánsson tók við því starfi í júlí síðastliðnum eftir að hafa keypt stóran hlut í útgerðinni í gegnum félag sitt Brim, sem nú nefnist Útgerðarfélag Reykjavíkur.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mark­mið með starfi öryggisstjóra var að sam­ræma ör­ygg­is- og vinnu­vernd­ar­mál á vinnu­stöðvum HB Granda og lækka slysatíðni starfsmanna fyrirtækisins, að því er fram kom í viðtali 200 mílna við Snæfríði í desember árið 2016.

Fiskifréttir greindu fyrst frá málinu, en í umfjöllun þeirra segir að flest stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafi á að skipa öryggisstjóra.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.12.18 353,32 kr/kg
Þorskur, slægður 12.12.18 386,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.12.18 294,51 kr/kg
Ýsa, slægð 12.12.18 287,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.18 123,57 kr/kg
Ufsi, slægður 12.12.18 110,71 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 12.12.18 270,91 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.12.18 192,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.12.18 Hafdís SU-220 Lína
Ýsa 3.111 kg
Þorskur 2.909 kg
Keila 90 kg
Samtals 6.110 kg
12.12.18 Kristján HF-100 Lína
Þorskur 10 kg
Samtals 10 kg
12.12.18 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 862 kg
Samtals 862 kg
12.12.18 Blíðfari ÓF-070 Þorskfisknet
Þorskur 200 kg
Samtals 200 kg
12.12.18 Gullhólmi SH-201 Lína
Ýsa 1.615 kg
Þorskur 45 kg
Hlýri 8 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.671 kg

Skoða allar landanir »