Forstjóraskipti hjá Arnarlaxi

Nýr forstjóri Arnarlax er Björn Hembre, en hann hefur störf ...
Nýr forstjóri Arnarlax er Björn Hembre, en hann hefur störf snemma á næsta ári. mbl.is/Helgi Bjarnason

Kristian B. Matthíasson, einn stofnenda Arnarlax og forstjóri félagsins, lætur af starfi á næsta ári að eigin ósk, en hann hyggst flytja aftur til Noregs ásamt fjölskyldu sinni næsta sumar.

Kristian mun taka sæti föður síns Matthíasar Garðarssonar í stjórn félagsins auk þess sem hann mun sinna sérverkefnum tengdum framtíðaráformum Arnarlax.

Björn Hembre tekur við

Stjórn félagsins hefur ráðið Björn Hembre sem forstjóra, en hann hefur störf í byrjun næsta árs. Björn er líffræðingur að mennt og á langan og farsælan feril sem stjórnandi hjá laxeldisfyrirtækjum í Noregi að því er fram kemur í tilkynningu stjórnar Arnarlax.

Í tölvubréfi til starfsmanna segir Kristian að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld, hann hafi verið hamingjusamur á Bíldudal. Norski vefurinn ilaks.no greinir frá. Þá kemur fram að hann sé ánægður með eftirmann sinn. 

„Ég er þess fullviss að Björn hefur margt nýtt fram að færa þannig Arnarlax geti orðið fyrirtækið sem við viljum,“ sagði hann.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.19 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 3.257 kg
Ýsa 2.557 kg
Steinbítur 240 kg
Hlýri 198 kg
Keila 70 kg
Karfi / Gullkarfi 60 kg
Samtals 6.382 kg
19.4.19 Hlökk ST-066 Grásleppunet
Grásleppa 3.859 kg
Þorskur 152 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 4.051 kg
19.4.19 Herja ST-166 Grásleppunet
Grásleppa 3.287 kg
Þorskur 170 kg
Skarkoli 63 kg
Samtals 3.520 kg

Skoða allar landanir »