Helgi hættir sem framkvæmdastjóri Laxa

Fyrirtækið rekur sjókvíaeldi í Reyðarfirði.
Fyrirtækið rekur sjókvíaeldi í Reyðarfirði. mbl.is/Golli

Helgi G. Sigurðsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis. Í svari við fyrirspurn 200 mílna segist hann vera að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum.

„Híns vegar mun ég starfa áfram hjá Löxum og það eru mörg spennandi verkefni fram undan,“ segir Helgi, sem mun sinna viðskiptaþróunarverkefnum og með þeim hætti gegna áfram lykilhlutverki í uppbyggingarstarfi fyrirtækisins.

Grétar Elías Finnsson, fjármálastjóri Laxa, mun taka tímabundið við starfi framkvæmdastjóra á meðan stjórn félagsins finnur félaginu framkvæmdastjóra til framtíðar.

Laxar fiskeldi er með starfsstöðvar á þremur stöðum á Suðurlandi og rekur sjókvíaeldi í Reyðarfirði. Starfsemi og umsvif Laxa fiskeldis hafa aukist hratt á síðustu misserum og er fyrirtækið nú að ala fjórar kynslóðir laxa.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.12.18 323,76 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.18 378,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.18 292,33 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.18 266,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.18 123,57 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.18 140,02 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.18 287,29 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.12.18 192,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.12.18 Björn EA-220 Þorskfisknet
Þorskur 1.803 kg
Karfi / Gullkarfi 70 kg
Ufsi 63 kg
Samtals 1.936 kg
11.12.18 Onni HU-036 Dragnót
Þorskur 1.647 kg
Samtals 1.647 kg
11.12.18 Elli P SU-206 Lína
Þorskur 5.970 kg
Þorskur 875 kg
Ýsa 709 kg
Samtals 7.554 kg
11.12.18 Bíldsey SH-065 Lína
Ýsa 3.408 kg
Þorskur 36 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 3.448 kg

Skoða allar landanir »