Íslensk fyrirtæki á stærstu sýningu Asíu

Frá íslenska básnum á sýningunni.
Frá íslenska básnum á sýningunni. Ljósmynd/Íslandsstofa

Sex fyrirtæki frá Íslandi kynntu íslenskar sjávar- og eldisafurðir á sjávarútvegssýningunni í Qingdao í Kína, sem haldin var í lok síðustu viku.

„Þetta er í 23. sinn sem sýningin er haldin. Fjöldi sýnenda og gesta hefur meira en tvöfaldast á undanförnum árum og er sýningin stærsta sinnar tegundar í Asíu með yfir 29.000 gesti og um 1.500 sýnendur,“ segir Berglind Steindórsdóttir, sýningarstjóri hjá Íslandsstofu.

Sýningin er meðal annars ætluð fyrirtækjum í vinnslu sjávarafurða, framleiðslu tækni- og tækjabúnaðar, sem og öðrum sem sinna þjónustu við sjávarútveginn.

Frá Íslandi fóru fyrirtækin Iceland Pelagic, VSV, Icelandic Asia, Íslandslax, Triton og Life Iceland, en auk þeirra fór fram kynning undir merkjum Iceland Responsible Fisheries, á vottun og ábyrgum fiskveiðum Íslendinga.

Sjálfbærni ofarlega á blaði

Fram kemur í tilkynningu frá Íslandsstofu að stofnunin vinni náið með sendiráði Íslands í Kína til að kynna hagsmuni Íslands í utanríkisviðskiptum. Þar skipti sjávarafurðir miklu máli. Fulltrúi sendiráðsins flutti fyrirlestur á málþingi um sjálfbærni, „Sustainable Seafood Forum 2018“, sem haldið var samhliða sýningunni. Kynnti hann fiskveiðistefnu Íslands, stjórnun ábyrgra fiskveiða og vottun undir merkjum IRF.

Sjálfbærni og vitund neytenda um umhverfisvæna framleiðslu er stöðugt að aukast, að sögn Guðnýjar Káradóttur, forstöðumanns sviðs matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar hjá Íslandsstofu.

„Við teljum því mikilvægt að koma boðskap okkar á framfæri í Kína í samstarfi við þá aðila sem eru að selja inn á markaðinn. Verið er að skoða leiðir til kynningarsamstarfs og mun stafrænt efni, video, uppskriftir og fróðleikur um hollustu skipta máli í kynningu í Kína. Vefverslun er í stöðugum vexti í Kína og fiskur er að vinna sér þar sess einnig og mikil tækifæri til kynningar. Þá vekur athygli að Kínverjar eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir fisk sem þeir gefa ungum börnum í ljósi þess að um mjög hollan mat er að ræða.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.19 304,28 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.19 324,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.19 259,48 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.19 214,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.19 92,99 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.19 128,02 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 23.4.19 188,11 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.19 Patrekur BA-064 Lína
Þorskur 1.002 kg
Skarkoli 214 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 1.225 kg
23.4.19 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Þorskur 4.223 kg
Ýsa 202 kg
Samtals 4.425 kg
23.4.19 Konráð EA-090 Grásleppunet
Grásleppa 801 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 42 kg
Samtals 1.005 kg
23.4.19 Dóri GK-042 Dragnót
Langa 263 kg
Steinbítur 51 kg
Ufsi 20 kg
Ýsa 20 kg
Þorskur 20 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 384 kg

Skoða allar landanir »