Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

„Við finnum fyrir miklum áhuga á nýsköpun sem tengist sjávarútvegi ...
„Við finnum fyrir miklum áhuga á nýsköpun sem tengist sjávarútvegi á þessu svæði,“ segir Lára Hrönn. mbl.is/Hari

Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta.

Klasinn verður þriðji systurklasi Sjávarklasans sem opnaður er í Bandaríkjunum, en fyrir eru tveir klasar á austurströndinni, í Massachusetts og Maine. 

Bent er á, í tilkynningu frá Sjávarklasanum, að Lára komi af fjölskyldu frumkvöðla í sjávarútveginum og hafi sjálf ásamt eiginmanni sínum þrætt veg frumkvöðla á sviði upplýsingatækni og sjávarútvegs.

Mikill áhugi á nýsköpun

Eitt stærsta verkefni nýja klasans verður að hlúa að nýjum sprotafyrirtækjum sem tengjast sjávarútvegi og annarri hafsækinni starfsemi. Á norðvesturströnd Bandaríkjanna eru mörg fyrirtæki sem standa framarlega í sjávarútvegi í heiminum, en með stofnun klasans er ætlunin að vinna að því að tengja betur saman hefðbundinn sjávarútveg við bæði háskóla og nýsköpunarfyrirtæki eins og lögð hefur verið áhersla á í öðrum klösum.

„Við finnum fyrir miklum áhuga á nýsköpun sem tengist sjávarútvegi á þessu svæði,“ segir Lára Hrönn.

„Til dæmis er stórt samstarfsverkefni Washington-ríkis og Port of Seattle, WA maritime Blue, sem hefur það markmið að stórefla haftengda starfsemi í fylkinu og þaðan kemur mikil velvild og áhugi gagnvart sjávarklasanum. Það eru líka tækifæri til að þess að efla samstarf fyrirtækja í öllum klösunum, bæði innan Bandaríkjanna og á Íslandi, og verður það eitt af markmiðum okkar.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.12.18 312,06 kr/kg
Þorskur, slægður 13.12.18 332,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.12.18 241,85 kr/kg
Ýsa, slægð 12.12.18 282,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.18 123,57 kr/kg
Ufsi, slægður 12.12.18 110,03 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 12.12.18 270,75 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.12.18 192,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.12.18 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 3.488 kg
Skarkoli 27 kg
Rauðmagi 3 kg
Samtals 3.518 kg
13.12.18 Blíðfari ÓF-070 Þorskfisknet
Þorskur 326 kg
Samtals 326 kg
13.12.18 Gulltoppur Ii EA-229 Landbeitt lína
Ýsa 791 kg
Þorskur 321 kg
Samtals 1.112 kg
13.12.18 Dögg EA-236 Línutrekt
Ýsa 240 kg
Þorskur 46 kg
Samtals 286 kg
13.12.18 Gunnar Níelsson EA-555 Landbeitt lína
Ýsa 355 kg
Þorskur 98 kg
Samtals 453 kg

Skoða allar landanir »