Kvarta til ESA vegna fiskeldislaga

Nýju lagasetninguna telur Landvernd fela í sér afturhvarf til fyrri ...
Nýju lagasetninguna telur Landvernd fela í sér afturhvarf til fyrri og verri tíma. mbl.is/Helgi Bjarnason

Landvernd hefur lagt fram kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna breytingar á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn reglum EES-samningsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. 

Þar segir að ný löggjöf um fiskeldi sem samþykkt var á Alþingi í október útiloki að leyfisveitingin sé kærð til óháðs og hlutlauss aðila á borð við úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Þá segir að ekki sé gert ráð fyrir því að bráðabirgðaleyfisveiting, sem kveðið er á um í lögunum, fari í umhverfismat eða að almenningur og samtök almennings geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri áður en leyfið er veitt.

Landvernd segir þetta brot á EES-reglum sem eigi uppruna sinn í Árósasamningnum sem Ísland hefur fullgilt. „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf þann 5. nóvember síðastliðinn út tvö slík bráðabirgðaleyfi án þess að gætt væri að þessum kröfum EES-réttar.“

Nýju lagasetninguna telur Landvernd fela í sér afturhvarf til fyrri og verri tíma þegar reynt var að komast hjá því að framkvæma umhverfismat og útiloka almenning frá þátttöku í ákvörðunum sem vörðuðu umhverfið.

Við afgreiðslu lagabreytingarinnar hafi komið í ljós að á Alþingi vanti sárlega málsvara umhverfisins.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.12.18 272,28 kr/kg
Þorskur, slægður 14.12.18 336,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.12.18 229,98 kr/kg
Ýsa, slægð 14.12.18 223,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.12.18 71,97 kr/kg
Ufsi, slægður 14.12.18 95,86 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 14.12.18 281,58 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.12.18 266,76 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.12.18 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Ýsa 3.143 kg
Þorskur 2.013 kg
Steinbítur 63 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Samtals 5.232 kg
14.12.18 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Ýsa 3.845 kg
Þorskur 2.412 kg
Langa 27 kg
Karfi / Gullkarfi 8 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 6.295 kg
14.12.18 Straumnes ÍS-240 Landbeitt lína
Ýsa 2.015 kg
Þorskur 1.047 kg
Steinbítur 35 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Samtals 3.110 kg

Skoða allar landanir »