Fjölbreytt efnistök á ráðstefnunni

Spurð hvað efst sé á baugi í umræðu um sjávarútveg …
Spurð hvað efst sé á baugi í umræðu um sjávarútveg núna nefnir Helga sjálfbærni og öra tækniþróun. mbl.is/Árni Sæberg

Sjávarútvegsráðstefnan hefst í Hörpu í dag og lýkur síðdegis á morgun. Hún er mikilvægur vettvangur fyrir fólk í atvinnugreininni til að koma saman og ráða ráðum sínum, segir Helga Franklínsdóttir, stjórnarformaður ráðstefnunnar.

„Þarna hittist fólk og miðlar af reynslu sinni, myndar ný sambönd við annað fólk í atvinnugreininni og styrkir á sama tíma eldri tengsl. Ráðstefnugestum gefst líka tækifæri til að sjá ólík sjónarhorn annarra á vandamál og lausnir sem þeir glíma ef til vill við í sínum daglegu störfum,“ segir Helga í samtali við 200 mílur.

„Við leggjum líka áherslu á að hafa fjölbreytt efnistök, þannig að við erum ekki bara að einblína á einn hóp innan sjávarútvegs heldur reynum að taka greinina fyrir í heild sinni. Við fáum einnig fjölda ábendinga í aðdraganda ráðstefnunnar hverju sinni, um hvað væri gott að taka til umfjöllunar.“

Mikilvægt sé að vera með nýjungar á hverju ári. „Við reynum alltaf að koma inn með eitthvað nýtt og þróa þannig þessa ráðstefnu enn betur,“ segir hún.

Skipuleggja hraðstefnumót

„Í ár ætlum við að vera með svokallaða nemendamálstofu, þar sem fólk sem starfar í atvinnugreininni kemur og miðlar gagnlegum upplýsingum til nemenda sem eru áhugasamir um framtíðarferil innan greinarinnar.“

Þá verður svokallað hraðstefnumót, þar sem nemendur fá tækifæri til að spyrja stjórnendur fyrirtækja ýmissa spurninga. „Þannig geta þeir gefið af sinni reynslu til nemendanna. Mér skilst að töluverð aðsókn sé í þennan dagskrárlið og að nemendur séu mjög spenntir fyrir þessu. Það verður því gaman að sjá hvernig þetta kemur út.“

Helga segir að sér finnist mikilvægt að tengja nemendur inn í ráðstefnur sem þessa. „Þá geta þeir tengt menntun sína við framtíðarstörf í greininni og geta þannig séð ákveðin tækifæri. Í sjávarútveginum, eins og öðrum greinum, þá taka yngri kynslóðir við af þeim eldri, og í því sambandi tel ég mikilvægt að þessi vettvangur sé til staðar til að tengja kynslóðirnar betur saman, á þessum sameiginlega grundvelli. Jafnvel geta myndast einhver atvinnutækifæri í kjölfarið. Ég vona þess vegna innilega að þessi liður sé kominn til að vera á dagskrá sjávarútvegsráðstefnunnar.“

Mikilvægir styrktaraðilar

Hún bendir á að sjálf hafi hún eitt sinn verið nemi. „Og ef ég hugsa til baka þá hefði mér þótt svona málstofa mjög spennandi kostur.“

Nokkur fjöldi styrktaraðila stendur að baki ráðstefnunni hverju sinni og segir Helga framlag þeirra ómetanlegt. „Án stuðnings frá þeim gætum við ekki haldið ráðstefnuna. Styrktaraðilarnir halda okkur gangandi og ef þeirra nyti ekki við þá væri þetta ómögulegt. Ráðstefnan hefur enda stækkað og nú er þetta í þriðja sinn sem hún er haldin í Hörpu.“

Spurð hvað efst sé á baugi í umræðu um sjávarútveg núna nefnir Helga sjálfbærni og öra tækniþróun.

„Við lifum á þessari öld þar sem miklar tækninýjungar eru og við horfum fram á miklar breytingar á sjávarútvegi, þannig að þetta eru mjög spennandi tímar. En á sama tíma þurfum við að beina sjónum okkar að umhverfismálum og að aukinni sjálfbærni innan atvinnugreinarinnar,“ segir Helga.

Ekki sammála um svarið

„Sölu- og markaðsmál útflytjenda íslenskra sjávarafurða eru einnig í deiglunni og við ætlum að reyna að gera þeim góð skil á ráðstefnunni. Til umræðu er hvort útflytjendur eigi að koma sér upp nokkurs konar sameiginlegu vörumerki og vera þannig samheldnari út á við, eða hvort halda eigi áfram núverandi ástandi. Fólk er ekki sammála um svarið við þessari spurningu og þess vegna verður skemmtilegt og spennandi að sjá umræður um þetta, eins og önnur málefni, í lok hverrar málstofu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »