Verðmæti lax- og silungsveiða 170 milljarðar

mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Verðmæti lax- og silungsveiða á Íslandi er samtals 170 milljarðar og á þessu ári má rekja tæplega 9 milljarða landsframleiðslu beint til lax- og silungsveiða, samvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Skýrslan er unnin að frumkvæði Landssambands veiðifélaga sem greiddi hluta af kostnaði við hana. 

Í skýrslunni kemur fram að tekjur af stangveiði er ein meginstoð landbúnaðar á Íslandi. Þegar landið er tekið í heild eru tekjur af stangveiði 28 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Lægst er hlutfallið á Vestfjörðum, 9 prósent, en hæst á Vesturlandi þar sem tekjur af stangveiði eru 69% af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði, og næsthæst á Austurlandi þar sem það er 34 prósent.

„Þessar tölur sýna hversu mikilvæg þessi starfsemi er fyrir dreifbýli á Íslandi og hversu stór hluti tekna í landbúnaði kemur frá lax- og silungsveiði.

Tekjur af lax- og silungsveiðum hafa margfaldast frá því að Hagfræðistofnun kannaði efnahagsleg áhrif lax- og silungveiða árið 2004. 

Greiðslur stangveiðimanna til veiðiréttarhafa voru um 1.150 milljónir kr. árið 2004 en 4.900 milljónir kr. 2018. Greiðslurnar meira en tvöfölduðust miðað við neysluverð frá 2004 til 2018 og þær hækkuðu um 66 prósent umfram laun á sama tíma. Að jafnaði jukust greiðslurnar um 6 prósent á ári umfram neysluverð og um tæp 4 prósent á ári umfram kaupmátt launa,“ segir í fréttatilkynningu.

Þá kemur fram í skýrslunni að 50 - 62.000 Íslendingar renna fyrir lax- eða silung. Alls eiga um 3.400 lögbýli veiðirétt. Samkvæmt íslenskum lögum verða eigendur lögbýla sem eiga saman veiðirétt í ám og vötnum að stofna veiðifélag sem fer með skipulag veiða í hverju fiskihverfi til að tryggja vöxt og viðgang fiskstofna og sjálfbæra nýtingu þeirra.

Sum lögbýli sem veiðifélög ná til eru í eyði. Stundum eiga menn fleiri en eitt lögbýli en algengara er að margir eigi jörð saman. 

„Þá er það einnig áberandi hversu margir njóta þessara tekna en í skýrslunni kemur fram að af 3.400 lögbýlum sem eiga veiðirétt eru 2.250 lögbýli aðilar að veiðfélögum um laveiðiréttindi. Ljóst er að þúsundir einstaklinga eiga þessi verðmæti og njóta af þeim arð[s].

Í skýrslunni kemur fram að erfitt er að meta óbeinu áhrifin af lax- og silungsveiði og þau geta verið misjöfn eftir því hvort horft er til langs tíma eða skamms. Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá 2004 voru óbein áhrif talin vera þreföld bein áhrif,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.19 304,28 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.19 324,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.19 259,48 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.19 214,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.19 92,99 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.19 128,02 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 23.4.19 188,11 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.19 Patrekur BA-064 Lína
Þorskur 1.002 kg
Skarkoli 214 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 1.225 kg
23.4.19 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Þorskur 4.223 kg
Ýsa 202 kg
Samtals 4.425 kg
23.4.19 Konráð EA-090 Grásleppunet
Grásleppa 801 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 42 kg
Samtals 1.005 kg
23.4.19 Dóri GK-042 Dragnót
Langa 263 kg
Steinbítur 51 kg
Ufsi 20 kg
Ýsa 20 kg
Þorskur 20 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 384 kg

Skoða allar landanir »