Önnur lögmál gilda um sölu fisks á netinu

Þróunin á innanlandsmarkaði á Íslandi er töluvert á eftir öðrum ...
Þróunin á innanlandsmarkaði á Íslandi er töluvert á eftir öðrum vestrænum þjóðum. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans.

Um allan heim er þróunin sú sama: í vaxandi mæli notar fólk internetið til að kaupa í matinn. Ef fram heldur sem horfir gætu netverslanir á borð við Ali Baba, AmazonFresh og Ocado orðið með mikilvægari sölustöðum íslenskra sjávarafurða.

Valdimar Sigurðsson er prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknaseturs í markaðsfræði og neytendasálfræði (RMN). Hann minnir á að netið kalli á önnur vinnubrögð en sala á fiski eftir hefðbundnum leiðum. Neytendur láti aðra þætti ráða valinu þegar matarinnkaupin eru gerð í netverslun frekar en í stórmarkaði og láti t.d. umsagnir annarra viðskiptavina og gæði ljósmynda af vörunni stýra því hvaða fiskur er keyptur og á hvaða verði. Bendir hann einnig á að verslun framtíðarinnar verði tæknidrifin þar sem netið og önnur tækni renna saman við hefðbundna verslun.

Valdimar var á meðal fyrirlesara á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 sem haldin var í Hörpu á fimmtudag og föstudag. Bar erindi hans yfirskriftina Markaðssetning og sala á sjávarfangi á netinu: Í hvaða viðskiptum erum við raunverulega?

Valdimar segir viðskiptavini netverslana láta umsagnir annarra, gæða- og ferskleikavottanir, ...
Valdimar segir viðskiptavini netverslana láta umsagnir annarra, gæða- og ferskleikavottanir, og gæðaábyrgð seljanda hafa áhrif á hvaða fiskur verður fyrir valinu. Atriði á borð við stórar og góðar myndir geta ráðið úrslitum. mbl.is/Árni Sæberg

Geta ekki grannskoðað fiskinn

Hann segir neytendur vera að færa matarinnkaupinn hratt yfir á netið enda mikil þægindi sem fylgja því að spara sér ferð út í búð. „Árið 2016 seldu netverslanir 6,7% af allri matvöru í Bretlandi en ári seinna var hlutfallið komið upp í 7,3%. Þróunin á innanlandsmarkaði á Íslandi er töluvert á eftir öðrum vestrænum þjóðum en til að gefa dæmi um hve langt netverslun með matvæli hefur náð annars staðar þá kom í ljós í nýlegri könnun að á þessu ári höfðu 49% bandarískra neytenda keypt matvæli á netinu a.m.k. einu sinni á því þriggja mánaða tímabili sem könnunin náði til.“

Eins og lesendur geta ímyndað sér er töluverður munur á að kaupa fisk í netverslun og að leita uppi bestu bitana í fisk- eða kæliborði matvöruverslunar. Úti í búð geti fólk virt fiskinn vandlega fyrir sér, hafi betri tilfinningu fyrir skammtastærðum, geti metið áferð og gæði fisksins, og séð hvort stutt er í síðasta söludag.

Bendir Valdimar á að af þessum sökum gætu seljendur þurft að leggja sig sérstaklega fram við að ávinna sér traust kaupenda. Enginn vill jú fá fisk heim að dyrum til þess eins að uppgötva að fiskbitinn eða -flakið stenst ekki væntingar. „Bæði þarf að vera mikið samræmi í gæðum vörunnar svo að neytandinn fái jafngóðan og jafnfallegan fiskbita í hvert sinn, en svo er líka hægt að beita ráðum eins og að bjóða endurgreiðslu ef gæðin eru ekki í samræmi við gefin loforð. Jákvæð ummæli og einkunnagjöf annarra neytenda eykur líka traust kaupandans á vörunni.“

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.12.18 353,19 kr/kg
Þorskur, slægður 12.12.18 386,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.12.18 292,56 kr/kg
Ýsa, slægð 12.12.18 287,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.18 123,57 kr/kg
Ufsi, slægður 12.12.18 110,71 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 12.12.18 270,48 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.12.18 192,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.12.18 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Landbeitt lína
Þorskur 126 kg
Ýsa 117 kg
Steinbítur 10 kg
Langa 8 kg
Samtals 261 kg
12.12.18 Tjálfi SU-063 Dragnót
Ýsa 392 kg
Þorskur 129 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 532 kg
12.12.18 Sólrún EA-151 Lína
Ýsa 3.756 kg
Þorskur 1.652 kg
Samtals 5.408 kg
12.12.18 Dagrún HU-121 Þorskfisknet
Þorskur 1.531 kg
Samtals 1.531 kg

Skoða allar landanir »