„Mælirinn er fullur“

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, og Heiðveig María Einarsdóttir, formannsframbjóðandi.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, og Heiðveig María Einarsdóttir, formannsframbjóðandi.

Heiðveig María Einarsdóttir laug blygðunarlaust upp á Sjómannafélag Íslands, veitti félaginu högg neðan beltis og vó að heiðri og sæmd sjómanna. Þetta segir Jón Hafsteinn Ragnarsson, félagsmaður í Sjómannafélaginu og einn þeirra sem skipa trúnaðarmannaráðið sem vék Heiðveigu úr félaginu.

„Framganga hennar hefur leitt af sér hörmungar,“ bætir Jón við, í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Bendir hann á að sjálfur hafi hann verið til sjós í nokkuð mörg ár og í rúman aldarfjórðung, meira og minna, greitt félagsgjöld til Sjómannafélags Reykjavíkur, sem síðar varð Sjómannafélag Íslands. Hann hafi frá árinu 2010 látið sig sérstaklega varða kjör farmanna á skipum, viðrað skoðanir sínar innan félagsins og að á þær hafi verið hlustað.

Heiðveig njóti stuðnings Gunnars Smára

Jón Hafsteinn Ragnarsson, sjómaður.
Jón Hafsteinn Ragnarsson, sjómaður.

„Síðan þá hef ég horft upp á og notið kjarabóta sem hinn almenna verkamann gæti ekki órað fyrir í sínum villtustu draumum. Við höfum fengið góðan og víðtækan stuðning frá félaginu í öllum málum sem hafa brunnið á okkur,“ skrifar Jón og bætir við að hann hafi ekki þurft að viðhafa lygar og svívirðingar til þessa. Þá segir hann Heiðveigu hafa notið dyggs stuðnings Gunnars Smára Egilssonar og félaga í Sósíalistaflokki Íslands.

„Ég tók meðvitaða ákvörðun um að blanda mér sem minnst í umræðuna á opinberum vettvangi enda er þar ekkert að finna nema skítkast og persónulegar árásir sem eiga engan veginn rétt á sér og koma þessu tiltekna máli bara akkúrat ekkert við. En mælirinn er fullur.“

Grein Jóns má lesa hér að neðan í heild sinni:

Sjómenn íslenskir erum við og klárir erum í allt, segir í ljóðinu. Ég er einn fjögurra sjómanna sem báru fram tillögu um brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr Sjómannafélagi Íslands. Það var ill nauðsyn en við vorum klárir í bátana þegar við þurftum að verja heiður félagsins okkar. Heiðveig María hafði logið blygðunarlaust upp á Sjómannafélagið um að falsa fundargerðir og rífa fundargerðabækur til þess að koma í veg fyrir framboð hennar; sakað okkur um klíkuskap og aðra óáran. Högg hennar voru neðan beltis. Hún hafði vegið að heiðri og sæmd sjómanna. Það var lítilmannleg gjörð.

Hinn almenni félagsmaður

Framganga Heiðveigar Maríu hefur leitt af sér hörmungar og tími til kominn að hin almenni félagsmaður láti í sér heyra svo fjölmiðlar hætti að láta glepjast af hennar fráleita málflutningi og tilraunum til að sverta stjórn, trúnaðarmannaráð og starfsfólk félagsins. Ég hef verið til sjós í nokkuð mörg ár og í rúman aldarfjórðung meira og minna greitt mín félagsgjöld til Sjómannafélags Reykjavíkur sem síðar varð Sjómannafélag Íslands. Ég hef starfað á íslenskum flutningaskipum sem og erlendum og er jafn gildur félagsmaður í Sjómannafélagi Íslands og þeir sem draga björg í bú úr hafinu í kringum landið.

Frá 2010 hef ég sérstaklega látið mig varða kjör farmanna og ákvað því að færa mig úr andvaraleysi og matsalarröfli og láta til mín taka í þessum efnum. Ég hóf að venja komur mínar á skrifstofu félagsins og kynna mér starfsemina. Ég viðraði mínar skoðanir um kjaramál okkar farmanna og hvað við teldum að betur mætti fara ásamt fleiri ábendingum, og viti menn. Það var hlustað!

Kjarabætur langt umfram aðra

Síðan þá hef ég horft upp á og notið kjarabóta sem hinn almenna verkamann gæti ekki órað fyrir í sínum villtustu draumum. Við höfum fengið góðan og víðtækan stuðning frá félaginu í öllum málum sem hafa brunnið á okkur. Ég þurfti ekki að sækja um vinnu hjá Sjómannafélaginu; ég þurfti ekki að vera í neinum nefndum eða ráðum; ég þurfti ekki að ata félagið auri og „sjanghæja“ formennsku með lygum og svívirðingum í beinni útsendingu, eins og Heiðveig María hefur reynt svo eftirminnilega með dyggum stuðningi Gunnars Smára Egilssonar og félaga í Sósíalistaflokki Íslands.

Lykillinn að þessu er klárlega sá að við tímavinnusjómenn búum að samstöðu sem hefur skilað okkur þeim árangri sem við höfum náð á undanförnum árum. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að blanda mér sem minnst í umræðuna á opinberum vettvangi enda er þar ekkert að finna nema skítkast og persónulegar árásir sem eiga engan veginn rétt á sér og koma þessu tiltekna máli bara akkúrat ekkert við. En mælirinn er fullur.

Meiru áorkað en allir aðrir

Staðreyndir málsins eru bara þær að Sjómannafélag Íslands með Jónas Garðarsson í broddi fylkingar hefur áorkað meiru en nokkurt annað verkalýðsfélag hefur gert síðastliðin 30 ár. Ef menn sjá það ekki þá eru þeir staurblindir á rétt og rangt. Það er bara þannig.

Höfundur er sjómaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »