Nota um 7.000 tonn af plastumbúðum

Hörpu grunar að það geti hjálpað við markaðsetningu ef sjávarútvegurinn …
Hörpu grunar að það geti hjálpað við markaðsetningu ef sjávarútvegurinn tekur forystu í að draga úr plastnotkun. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ekki hefur farið fram hjá neinum sú vitundarvakning sem orðið hefur um mikilvægi þess að draga úr plastnotkun. Beinast spjótin ekki hvað síst að matvælaframleiðendum og eykst þrýstingurinn frá bæði verslunum og neytendum að hafa sem minnst plast í umbúðum og pakkningum.

Harpa Brynjarsdóttir segir mikilvægt að sjávarútvegurinn sé meðvitaður um þessa þróun en fyrsta skrefið til að finna leiðir til að minnka plastnotkun sé að kortleggja stöðuna. Harpa útskrifaðist frá sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri fyrr á þessu ári og fjallaði lokaverkefni hennar um plastnotkun í sjávarútvegi. Verkefnið byggðist m.a. á ítarlegri rannsókn sem Harpa gerði í samstarfi við HB Granda þar sem hún mældi og greindi plastnotkun félagsins.

„Í náminu kviknaði hjá mér áhugi á umhverfismálum sjávarútvegsins, og þá sér í lagi á plastmengun. Snemma á fyrstu önninni í háskólanum heimsóttum við vinnslu HB Granda og fylgdumst með pökkun á makríl. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég kom inn í fiskvinnslu og meðal þess sem ég veitti athygli var hve mikið plast væri notað við pökkunina.“

Mikið plast fylgir ferska fiskinum

Það hjálpaði Hörpu að HB Grandi er með vandað umbúða- og pökkunarkerfi sem safnar alls kyns upplýsingum um umbúðanotkun. Var því einfaldara en ella að telja umbúðirnar, flokka eftir mismunandi tegundum plasts, og vigta hverja umbúðategund til að fá út nákvæmar heildartölur. „Ég greindi plastnotkun síðustu þriggja ára og kom í ljós að notuð eru 40,2 kg af plastumbúðum, að jafnaði, fyrir hvert tonn af ferskum fiski. Við landfrystingu á fiski eru hins vegar notuð aðeins 4,8 kg af plasti fyrir hvert tonn af afurð, í uppsjávarvinnslu 4,4 kg á tonn og í sjófrystingu lækkaði hlutfallið niður í 3,9 kg á hvert tonn.“

Ástæðan fyrir því að svo mikið meira plast fylgir hverju tonni af ferskum fiski er að honum er pakkað í frauðplastumbúðir sem eru þungar og fyrirferðarmiklar. Fer líka minna af fiski í hverja öskju og afurðinni ekki pakkað eins þétt og ef hún væri fryst. „Umbúðirnar þurfa að taka mið af því að ferski fiskurinn er oft ekki fluttur í hitastýrðu umhverfi og þarf að verja hann fyrir bæði hnjaski og sveiflum í hita á leiðinni á áfangastað. Hefur frauðplastið orðið ofan á enda frauðplastkassar sterkbyggðir og með góða einangrunargetu.“

Harpa segir gagnlegt að setja þessar tölur í samhengi við aðra matvælaframleiðslu en sams konar úttekt var gerð á plastnotkun í íslenskri grænmetisrækt árið 2015. „Sú úttekt sýndi að um 2 kg af plastumbúðum voru notuð fyrir hvert tonn af kartöflum, blómkáli og gulrótum, 4 kg fyrir hvert tonn af tómötum og 7 kg fyrir tonnið af gúrkum, en 80 kg af plasti fyrir hvert tonn af salatplöntum.“

Hafa verður þann fyrirvara á samanburði sjávarútvegs við grænmetisræktun að rannsókn Hörpu náði ekki yfir það plast sem notað er þegar fiski er pakkað í neytendaumbúðir. „Sá hluti sem seldur er til hótela og veitingastaða er væntanlega afhentur í þeim umbúðum sem fiskinum var pakkað í á Íslandi, en reikna má með að sá fiskur sem ratar í verslanir sé seldur í minni bitum sem hverjum um sig er pakkað í smærri neytendapakkningar og þá líklegast í plastumbúðir.“

Frauðplastið með stærra kolefnisspor

Í verkefni Hörpu kemur fram að um 30% af heildarplastumbúðanotkun á Íslandi tengist sjávarútvegi og að greinin hafi notað á bilinu 6-7.000 tonn af plastumbúðum árin 2015 og 2016. Frauðplastkassar mynda stóran hluta af heildinni og segir Harpa það áhyggjuefni því frauðplasti fylgi stærra kolefnisfótspor í frumframleiðslu en öðrum plasttegundum og endurvinnsla frauðplasts sé annmörkum háð: „Þeir innviðir sem þarf til að endurvinna frauðplastið eru ekki endilega til staðar á öllum mörkuðum og ekki hægt að nota endurunna frauðplastkassa aftur undir matvæli.“

Harpa segir hægara sagt en gert að minnka plastnotkun sjávarútvegsins en vert að skoða lausnir eins og t.d. nýja kynslóð plastkassa sem gætu, í sumum tilvikum, leyst frauðplastöskjur af hólmi. Hún bendir á að þótt æskilegt sé að draga úr notkun þess sé plastið mikið þarfaþing og hjálpi til að viðhalda gæðum vörunnar og tryggja að neytandinn fái heilnæma máltíð á diskinn sinn.

„Ef Ísland tæki forystu á þessu sviði gæti það verið jákvætt fyrir markaðssetningu íslenskra sjávarafurða, ætti um leið að hjálpa við að minnka kolefnisspor greinarinnar, og væntanlega ná fram sparnaði með minni umbúðanotkun,“ útskýrir Harpa og bætir við að alls staðar í keðjunni þurfi að hafa vakandi auga með leiðum til að nota minna af plasti.

En eins og getið var í byrjun er gott fyrsta skref að reyna að draga upp skýra mynd af stöðunni eins og hún er í dag. „Í framhaldinu væri t.d. vert að skoða að þróa og innleiða einhvers konar umhverfisvottun sem tekur mið af því að fyrirtæki í sjávarútvegi leggi sig fram við að lágmarka plastnotkun, eða noti plast sem framleitt er með minna kolefnisspori og auðveldara er að endurvinna eða endurnýta,“ segir Harpa. „Við þurfum líka að vara okkur á því hugarfari að halda að okkar ákvarðanir skipti engu máli í stærra samhengi hlutanna: margt smátt gerir eitt stórt og sem heild geta neytendur og fyrirtæki komið miklu til leiða í baráttunni gegn plastmengun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »