Segir minnihluta hygla stórútgerðinni

Lilja Rafney vandaði ekki Samfylkinguni, Viðreisn og Pírötum kveðjurnar vegna …
Lilja Rafney vandaði ekki Samfylkinguni, Viðreisn og Pírötum kveðjurnar vegna tillögu þeirra um uppboð aflaheimilda. mbl.is/Eggert

„Nú á að fara eftir blautum draumum Viðreisnar og Samfylkingar að fara að bjóða upp allar aflaheimildir á næstu tuttugu árum, já og Pírata. Þetta eru nú frjálshyggjuflokkarnir komnir í einn kór,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um breytingartillögu Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata við frumvarp til laga um veiðigjöld.

Önnur umræða um frumvarp til laga um veiðigjöld hófst á Alþingi í dag og leggur meiri­hluti atvinnuvega­nefnd­ar Alþing­is til að hækka frí­tekju­mark til þess að koma til móts við smærri og meðalstór­ar út­gerðir, einnig legg­ur meiri­hlut­inn til að nytja­stofn­ar sem mynda lítið aflaverðmæti verði und­anþegn­ir veiðigjöld­um.

Ekkert samráð

Þrír flokkar minnihlutans hafa lagt fram breytingartillögu sem gengur út á að frá og með 1. janúar 2020 er árlega endurúthlutað til tuttugu ára 5% aflahlutdeildar í hverri tegund sem þá er laus og ótímabundin.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, vandaði ekki minnihlutanum kveðjurnar þegar umræður hófust um frumvarp til laga um veiðigjöld. „Ég skil ekki svona málflutning hjá háttvirtum þingmönnum sem tala um að það sé mikilvægt að hafa samráð og að byggja á góðum undirbúningi við alla aðila sem hlut eiga að máli,“ sagði hún.

Sagðist hún gera „ráð fyrir að þeir sem lögðu fram þessa breytingatillögu ætli að samþykkja þetta frumvarp með þessum breytingum og hvar er þá samráðið. Hvar er allt samráðið þar? Hvar eru öll vönduðu vinnubrögðin þar? Hvað eru menn að tala um þar? Er þetta popúlismi út í eitt? Eða hvaða ábyrgð er þarna á bak við að henda svona fram að í veiðigjöldum ætla menn að fara að breyta lögum um stjórn fiskveiða?“

Frjálshyggjuflokkarnir

„Nú á, án þess að kallað hafi verið eftir samráði, umsögnum eða eitt né neitt. Nú á að fara eftir blautum draumum Viðreisnar og Samfylkingar að fara að bjóða upp allar aflaheimildir á næstu tuttugu árum, já og Pírata. Þetta eru nú frjálshyggjuflokkarnir komnir í einn kór,“ fullyrti Lilja Rafney.

Sagði hún ljóst að með tillögum þriggja flokka minnihlutans væri verið að hygla stórútgerðinni með að fara í uppboð, sem hún sagði leiða til enn meiri samþjöppunar í eignarhaldi veiðiheimilda.

„Ef þarna er ekki verið að hygla stórútgerðinni hjá svokölluðum vinstriflokki Samfylkingar og hjá Pírötum sem hvorki vilja vera til hægri eða vinstri, en Viðreisn gengur alltaf grímulaus fram og fær aðra til liðs við sig,“ sagði formaðurinn.

Þvæla

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði málflutning Lilju Rafneyjar þvælu og spurði hvers vegna liggi á að breyta lögum um veiðigjöld í ljósi þess að krónan væri búin að veikjast og olíuverð hefði lækkað. „Útgerðin stendur vel,“ fullyrti Þorgerður Katrín.

Þá sagði hún ljóst hver forgangsröðun meirihlutans væri þar sem hann hefði ekki hikað við að skera niður greiðslur til eldri borgara og öryrkja, en væri til í að skerða gjaldtöku af útgerðinni um fjóra milljarða króna.

Samhliða breytingartillögu sinni hafa þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata lagt fram frávísunartillögu á frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld og vilja að farið sé eftir gildandi lögum fram til ársloka 2019.

"Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar er ógagnsætt og ber vott um hroðvirknisleg vinnubrögð. Því ber að vísa frá enda ótækt að veiðigjöld á útgerðina lækki um fjóra milljarða á sama tíma og gengið fellur og ekki er staðið við loforð til öryrkja, heilbrigðisstofnana og skóla," segir í fréttatilkynningu frá flokkunum þremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 934 kg
Samtals 934 kg
24.4.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 12.806 kg
Ýsa 1.274 kg
Steinbítur 114 kg
Ufsi 47 kg
Keila 13 kg
Karfi 2 kg
Samtals 14.256 kg
24.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.701 kg
Ýsa 13 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.717 kg
24.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.661 kg
Karfi 15 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 2.681 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 934 kg
Samtals 934 kg
24.4.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 12.806 kg
Ýsa 1.274 kg
Steinbítur 114 kg
Ufsi 47 kg
Keila 13 kg
Karfi 2 kg
Samtals 14.256 kg
24.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.701 kg
Ýsa 13 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.717 kg
24.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.661 kg
Karfi 15 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 2.681 kg

Skoða allar landanir »