Gildi selji allan hlut sinn í HB Granda

Einar segir Guðmund hafa sagt upp 158 sjómönnum.
Einar segir Guðmund hafa sagt upp 158 sjómönnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, hefur lagt það til að lífeyrissjóðurinn Gildi selji allan hlut sinn í HB Granda. Lagði Einar fram tillögu þessa efnis á sjóðfélagafundi Gildis sem haldinn var síðdegis í gær.

Í rökstuðningi með tillögunni segir að það sé álit stjórnar SVG að Guðmundur Kristjánsson, eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur, stærsti hluthafi í HB Granda og forstjóri útgerðarinnar, hafi með ákvörðunum sínum leynt og ljóst grafið undan stöðu sjómanna í landinu og unnið gegn hagsmunum þeirra.

Í samtali við 200 mílur segir Einar það ljóst að á þessu ári hafi Guðmundur sagt upp samtals 158 sjómönnum, annars vegar í gegnum HB Granda og hins vegar beint í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem áður nefndist Brim.

Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, með kjörkassa …
Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, með kjörkassa félagsins í verkfalli síðasta árs. mbl.is/Eggert

Segir Guðmund tala í hringi

Þá hafi Guðmundur sagt að uppsögn áhafnarinnar á Helgu Maríu hafi verið vegna þess að mikill karfakvóti sé á skipinu og ekki sé hagkvæmt að stunda miklar karfaveiðar á ísfisktogara. Hagkvæmara sé að stunda þær á frystitogara.

„Samt selur hann Guðmund í Nesi - frystitogara!“ segir Einar. „Maðurinn talar bara í hringi.“

Aðspurður segir Einar að á fundi Gildis í gær hafi skapast jákvæðar umræður um tillöguna og að hann hafi fengið góðar undirtektir.

„Það er sárt að sjá þennan gamla lífeyrissjóð sjómanna, sem Gildi er, taka þátt í því að fækka sífellt mönnum í stéttinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,51 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,25 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,15 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.414 kg
Þorskur 254 kg
Skarkoli 60 kg
Ýsa 10 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.747 kg
23.4.24 Már SU 145 Handfæri
Þorskur 2.143 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 2.171 kg
23.4.24 Jón Kristinn SI 52 Handfæri
Þorskur 215 kg
Samtals 215 kg
23.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.099 kg
Þorskur 325 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,51 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,25 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,15 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.414 kg
Þorskur 254 kg
Skarkoli 60 kg
Ýsa 10 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.747 kg
23.4.24 Már SU 145 Handfæri
Þorskur 2.143 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 2.171 kg
23.4.24 Jón Kristinn SI 52 Handfæri
Þorskur 215 kg
Samtals 215 kg
23.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.099 kg
Þorskur 325 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »