Gildi selji allan hlut sinn í HB Granda

Einar segir Guðmund hafa sagt upp 158 sjómönnum.
Einar segir Guðmund hafa sagt upp 158 sjómönnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, hefur lagt það til að lífeyrissjóðurinn Gildi selji allan hlut sinn í HB Granda. Lagði Einar fram tillögu þessa efnis á sjóðfélagafundi Gildis sem haldinn var síðdegis í gær.

Í rökstuðningi með tillögunni segir að það sé álit stjórnar SVG að Guðmundur Kristjánsson, eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur, stærsti hluthafi í HB Granda og forstjóri útgerðarinnar, hafi með ákvörðunum sínum leynt og ljóst grafið undan stöðu sjómanna í landinu og unnið gegn hagsmunum þeirra.

Í samtali við 200 mílur segir Einar það ljóst að á þessu ári hafi Guðmundur sagt upp samtals 158 sjómönnum, annars vegar í gegnum HB Granda og hins vegar beint í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem áður nefndist Brim.

Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, með kjörkassa ...
Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, með kjörkassa félagsins í verkfalli síðasta árs. mbl.is/Eggert

Segir Guðmund tala í hringi

Þá hafi Guðmundur sagt að uppsögn áhafnarinnar á Helgu Maríu hafi verið vegna þess að mikill karfakvóti sé á skipinu og ekki sé hagkvæmt að stunda miklar karfaveiðar á ísfisktogara. Hagkvæmara sé að stunda þær á frystitogara.

„Samt selur hann Guðmund í Nesi - frystitogara!“ segir Einar. „Maðurinn talar bara í hringi.“

Aðspurður segir Einar að á fundi Gildis í gær hafi skapast jákvæðar umræður um tillöguna og að hann hafi fengið góðar undirtektir.

„Það er sárt að sjá þennan gamla lífeyrissjóð sjómanna, sem Gildi er, taka þátt í því að fækka sífellt mönnum í stéttinni.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.2.19 294,38 kr/kg
Þorskur, slægður 22.2.19 356,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.2.19 247,41 kr/kg
Ýsa, slægð 22.2.19 308,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.2.19 107,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.2.19 132,03 kr/kg
Djúpkarfi 4.2.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 22.2.19 229,42 kr/kg
Litli karfi 13.2.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.2.19 134,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.2.19 Ísak AK-067 Þorskfisknet
Þorskur 1.072 kg
Samtals 1.072 kg
22.2.19 Dagrún HU-121 Þorskfisknet
Þorskur 1.227 kg
Grásleppa 60 kg
Lýsa 5 kg
Samtals 1.292 kg
22.2.19 Ólafur Magnússon HU-054 Þorskfisknet
Þorskur 2.522 kg
Grásleppa 31 kg
Samtals 2.553 kg
22.2.19 Sædís IS-067 Landbeitt lína
Ýsa 650 kg
Þorskur 365 kg
Steinbítur 31 kg
Langa 1 kg
Samtals 1.047 kg

Skoða allar landanir »