Fyrstu afurðirnar á markað

Þrengt er að laxinum í kvínni þannig að starfsmenn brunnbátsins …
Þrengt er að laxinum í kvínni þannig að starfsmenn brunnbátsins geti dælt honum upp í tanka. Laxinn og starfsmaðurinn láta þetta umstang ekki mikið á sig fá. Það væsir heldur ekki um laxinn í geymum skipsins. mbl.is/Helgi Bjarnason

Tímamót urðu hjá Löxum fiskeldi í Fjarðabyggð í upphafi vikunnar þegar fyrstu fullvöxnu löxunum var slátrað úr kvíum fyrirtækisins í Reyðarfirði. Afurðirnar eru nú á leið á markað í Evrópu. Framkvæmdastjórinn fagnar manna mest því eftir átta ára uppbyggingartíma þar sem fyrirtækið hefur verið rekið með lántökum og hlutafjárframlögum eigenda eru loksins að berast tekjur fyrir seldar afurðir. Frumkvöðullinn vill stefna að því að vera með 24-25 þúsund tonna framleiðslu á svæðinu.

Þótt nokkur spenningur væri í starfsmönnum Laxa fiskeldis úti á sjókvíunum í Reyðarfirði þegar glæsilegt brunnskip kom til að sækja lax til slátrunar voru vinnubrögð þeirra við að smala laxinum saman fumlaus. Þótt þetta sé fyrsta slátrun þessa fyrirtækis, fyrir utan slátrun í upphafi árs vegna nýrnaveiki sem barst í hluta kvíanna, hafa margir mannanna langa reynslu af slíkum störfum erlendis og hérlendis og kunna vinnubrögðin. Skipið tók tæplega átta þúsund laxa, nákvæmlega 40 tonn í geyma skipsins og sigldi um nóttina til Djúpavogs þar sem Laxar eiga aðild að laxasláturhúsi hjá Búlandstindi hf.

Til stendur að slátra um 1.700 tonnum af laxi úr kvíunum við Gripöldu á næstu tveimur mánuðum en það er fyrsta kynslóðin hjá Löxum fiskeldi. Gunnar Steinn Gunnarsson, framleiðslustjóri og einn af stofnendum fyrirtækisins, vonast til að hægt verði að hefja slátrun í apríl eða maí úr kvíum við Sigmundarhús. Þá tekur stöðin Bjarg við en seiði verða sett í hana á næsta ári. Framtíðin er annars nokkuð óráðin þar sem ekki hafa fengist svör við umsóknum um stækkun leyfa.

Til stendur að slátra um 1.700 tonnum af laxi úr …
Til stendur að slátra um 1.700 tonnum af laxi úr kvíunum við Gripöldu mbl.is/Helgi Bjarnason

Áhættumatið ekki vísindi

Laxar fiskeldi fengu fyrir sex árum leyfi til að framleiða 6.000 tonn af laxi í Reyðarfirði. Burðarþol fjarðarins var síðar metið 20 þúsund tonn. Umsókn fyrirtækisins um 10 þúsund tonna aukningu hefur verið í vinnslu í kerfinu frá þeim tíma og nú hafa Laxar óskað eftir 4 þúsund tonnum í viðbót til að fullnýta fjörðinn. Einnig hefur verið sótt um 4 þúsund tonna leyfi í næsta firði fyrir sunnan, Fáskrúðsfirði, en burðarþol hans er metið 15 þúsund tonn.

Svonefnt áhættumat Hafrannsóknastofnunar virðist hafa sett strik í reikninginn en það hefur ekki verið lögfest. Samkvæmt því er ekki talið ráðlegt að hafa meira eldi í Reyðarfirði en 9.000 tonn, vegna hættu fyrir villta íslenska laxastofninn. Þakið er hærra ef Reyðarfjörður og Fáskrúðsfjörður eru metnir saman eins og talað hefur verið um. „Við vinnum hins vegar út frá því að stjórnvöld vinni samkvæmt þeim lögum sem gilda um fiskeldi í landinu. Burðarþolsmatið setur þakið og bestu vísindi, eins og það er orðað í lögum. Áhættumatið er ekki bestu vísindi, á því eru miklar brotalamir,“ segir Gunnar Steinn en fyrirtækið hefur gert alvarlegar athugsemdir við það í leyfisumsóknum sínum, eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu.

Gunnar Steinn segir að brautin hafi átt að vera bein þegar upphaflega leyfið fékkst og fyrirtækið lagt í fjárfestingu upp á hundruð milljóna til að geta stækkað, meðal annars með uppbyggingu seiðastöðvar. Á þessum árum hafi allskonar hindranir verið settar upp, sumar afturvirkar eins og nú stefnir í með áhættumatið, og ferlið tafist. „Við erum komnir með innviði fyrir 16 þúsund tonna framleiðslu og slæmt að geta ekki nýtt fjárfestinguna.“

Gunnar Steinn er ánægður með aðstæður í Reyðarfirði.
Gunnar Steinn er ánægður með aðstæður í Reyðarfirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Byggt upp á Eskifirði

Sjókvíaeldi er ekki aðeins laxahringir úti í sjó. Margvíslega aðra aðstöðu þarf. Laxar fiskeldi reka tvær seiðastöðvar í Ölfusi og hafa byggt landeldisstöð við Laxabraut í Þorlákshöfn þar sem seiðin eru alin upp í 150 til 600 grömm áður en þau eru sett út í kvíarnar. Þessi seiðastöð er 3. eða 4. stærsta landeldisstöð í heimi. Hitinn í Golfstraumnum er nýttur til að ala seiðin og stytta þannig framleiðslutímann í sjónum.

Fyrirtækið keypti traustar sjókvíar, svokallað Midgard-kerfi, sem eru mun dýrari en aðrar sjókvíar. Þær hafa verið notaðar í Noregi í fimmtán ár og aldrei sloppið fiskur. Þá lætur Gunnar þess getið að fyrirtækið láti einungis stór seiði í kvíar og ekki sé fræðilegur möguleiki á að þau smjúgi út um möskvana.

Gunnar Steinn er ánægður með aðstæður í Reyðarfirði. Segir að fiskurinn vaxi ágætlega. Lús er talin reglulega og hefur enn ekki orðið vart við laxalús í kvíunum.

Ítarlegri umfjöllun er í Morgunblaðinu sem út kom á fimmtudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.20 315,52 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.20 357,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.20 378,84 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.20 299,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.20 104,08 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.20 171,34 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.20 316,23 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 17.069 kg
Ýsa 695 kg
Samtals 17.764 kg
2.4.20 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 18 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 21 kg
2.4.20 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 3.228 kg
Ýsa 617 kg
Samtals 3.845 kg
2.4.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 108 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 111 kg
2.4.20 Fjóla GK-121 Plógur
Pílormur 1.110 kg
Samtals 1.110 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.20 315,52 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.20 357,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.20 378,84 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.20 299,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.20 104,08 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.20 171,34 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.20 316,23 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 17.069 kg
Ýsa 695 kg
Samtals 17.764 kg
2.4.20 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 18 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 21 kg
2.4.20 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 3.228 kg
Ýsa 617 kg
Samtals 3.845 kg
2.4.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 108 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 111 kg
2.4.20 Fjóla GK-121 Plógur
Pílormur 1.110 kg
Samtals 1.110 kg

Skoða allar landanir »