Mánaðarhlé á Kúrileyjum

Hátt er til lofts og vítt til veggja í nýja ...
Hátt er til lofts og vítt til veggja í nýja fiskiðjuverinu.

Á þriðja tug starfsmanna frá Skaganum 3X, Frost og Rafeyri eru nú við störf á Shikotan, sem er ein Kúrileyja austast í Rússlandi. Þar er unnið að uppsetningu búnaðar í fullkomið frystihús og er ráðgert að hann verði gangsettur í maí næsta vor. Mánaðarhlé verður gert á vinnunni í Shikotan um hátíðar og halda starfsmennirnir heim á leið viku til tíu daga af desember.

Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X, segir að verkefnið á Shikotan gangi samkvæmt áætlun. Um þrjá mánuði tekur að flytja búnaðinn frá Íslandi til Kúrileyja, en uppsetning hefur gengið vel.

Jöfnum höndum hefur verið unnið að smíðum á búnaði og er reiknað með að þeirri vinnu ljúki fyrir áramót og öll framleiðsla verði þá tilbúin til flutnings. Einkum verða smásíld og alaska-ufsi fryst í verksmiðjunni í Shikotan, sem er byggð fyrir dótturfyrirtæki rússneska útgerðarfélagsins Gidrostroy.

Norður til Petropavlosk

Ráðgert er að búnaður, tæki og tól starfsmanna verði flutt næsta vor norður til Petropavlosk á Kamtsjatka-skaganum. Þar er verið að taka grunn að verksmiðju fyrir nýtt fiskiðjuver Lenin-samvinnufélagsins og sjá fyrrnefnd íslensk fyrirtæki einnig um búnað og uppsetningu á búnaði þar.

Sú verksmiðja verður búin lausnum til að stærðarflokka, vinna og frysta tegundir eins og alaska-ufsa, nokkrar tegundir villts lax, kyrrahafsþorsk, uppsjávarfisk og smokkfisk.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.12.18 304,38 kr/kg
Þorskur, slægður 10.12.18 379,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.12.18 276,98 kr/kg
Ýsa, slægð 10.12.18 270,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.12.18 99,53 kr/kg
Ufsi, slægður 10.12.18 139,96 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 10.12.18 299,13 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.12.18 192,59 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.12.18 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Þorskur 6.812 kg
Ýsa 328 kg
Langa 164 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 7.313 kg
10.12.18 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 342 kg
Keila 230 kg
Þorskur 128 kg
Ufsi 108 kg
Langa 82 kg
Samtals 890 kg
10.12.18 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 4.205 kg
Samtals 4.205 kg
10.12.18 Jóhanna G ÍS-056 Landbeitt lína
Þorskur 985 kg
Ýsa 473 kg
Langa 5 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 1.465 kg

Skoða allar landanir »