Tvö skip í lengingu og tvö í smíðum

Skipasmíðastöðin í Víetnam. Vinnupallar umlykja skrokk nýja skipsins sem á ...
Skipasmíðastöðin í Víetnam. Vinnupallar umlykja skrokk nýja skipsins sem á að vera tilbúið í lok næsta árs.

Unnið er að lengingu tveggja báta Skinneyjar-Þinganess í Nauta-skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi. Þá er verið að smíða tvö 29 metra skip fyrir fyrirtækið í Víetnam og eru þau væntanleg í lok næsta árs. Smíði skipanna er hluti af raðsmíði sjö skipa fyrir íslensk fyrirtæki hjá norska Vard-skipasmíðafyrirtækinu.

Samstarf við Micro

Skinney SF og Þórir SF verða lengd úr 29 metrum í 38 metra í Póllandi og eru væntanleg til landsins í febrúar. Skipin eru tíu ára gömul, smíðuð á Taívan 2008.

Þinganes. Systurnar sjö í raðsmíðaverkefninu verða afhentar á næsta ári.
Þinganes. Systurnar sjö í raðsmíðaverkefninu verða afhentar á næsta ári.

Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði, segir að með lengingu skipanna í Póllandi fáist mun stærra vinnsludekk og gæði vinnslunnar aukist til muna. Horft er til þess að bæta kæli- og blæðitíma bolfisks og stórbæta alla aflameðferð á humri. Aðstaða til netaveiða verður betri um borð í skipunum eftir lengingu, en netadekkið flyst upp um eitt dekk og verður á togdekki fyrir ofan vinnsludekkið. Einum klefa verður bætt við fyrir skipverja og einnig setustofu þannig að rýmra verður um áhöfn.

Vinnslulína í skipin verður hönnuð og smíðuð af Micro í Garðabæ í samstarfi við starfsfólk Skinneyjar-Þinganess. Vinnsludekkið verður sett upp í Hafnarfirði og að því verki loknu er reiknað með að skipin fari á humarveiðar um miðjan mars.

Ítarlegri umfjöllun má finna í Morgunblaðinu sem út kom á fimmtudag.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.12.18 323,76 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.18 378,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.18 292,33 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.18 266,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.18 123,57 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.18 140,02 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.18 287,29 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.12.18 192,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.12.18 Björn EA-220 Þorskfisknet
Þorskur 1.803 kg
Karfi / Gullkarfi 70 kg
Ufsi 63 kg
Samtals 1.936 kg
11.12.18 Onni HU-036 Dragnót
Þorskur 1.647 kg
Samtals 1.647 kg
11.12.18 Elli P SU-206 Lína
Þorskur 5.970 kg
Þorskur 875 kg
Ýsa 709 kg
Samtals 7.554 kg
11.12.18 Bíldsey SH-065 Lína
Ýsa 3.408 kg
Þorskur 36 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 3.448 kg

Skoða allar landanir »