Íslenski flotinn kominn til ára sinna

Úr brúnni á Engey, togara HB Granda, sem kom nýr …
Úr brúnni á Engey, togara HB Granda, sem kom nýr til landsins á síðasta ári. Ljósmynd/Borgar Björgvinsson

Meðalaldur fiskiskipaflotans hefur hækkað umtalsvert og er nú hár í sögulegu samhengi. Sum skipanna eru komin á sextugsaldur og hluti flotans því orðinn nokkuð gamall. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu íslensks sjávarútvegs.

Bent er á að fiskiskipafloti landsins samanstandi af 1.621 skipi og bát, og þar af séu 842 opnir fiskibátar eða um 52% flotans. Um 747 vélskip séu í flotanum og 43 togarar.

„Frá aldamótum náði fjöldi skipa hámarki á árinu 2001 þegar þau voru 2.012 talsins og hefur þeim fækkað um 391 síðan þá eða um rúm 19%. Hefur togurum fækkað um 36 og hefur þeim fækkað hlutfallslegamest yfirtímabilið eða um 45%,“ segir í skýrslunni.

Á árunum 1999-2017 hafi meðalaldurinn hækkað um rúm tíu ár. Hann hafi á árinu 2016 verið um 30 ár. Íslenski fiskiskipaflotinn sé kominn til ára sinna.

Áætluð fjárfesting í íslenska fiskiskipaflotanum nemur um 30 milljörðum króna.
Áætluð fjárfesting í íslenska fiskiskipaflotanum nemur um 30 milljörðum króna. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Samið um smíði á átta togurum

„Meðalaldur togara lækkaði þó um 5 ár á árinu 2017 og er það til marks um nýja togara sem teknir voru í notkun á árinu. Er það í fyrsta skipti síðan á árinu 2007 sem meðalaldur togara lækkar á milli ára.“

Bent er á að um þessar mundir séu talsverðar fjárfestingar í skipum í farvatninu. Fjárfesting í greininni hafi verið yfir sögulegu meðaltali undanfarin ár.

„Samið hefur verið um smíði á átta togurum og ættu flestir að verða afhentir á árinu 2019. Þá eru einnig væntanleg tvö uppsjávarskip sem áætlað er að verði afhent árið 2020. Á þessu ári hafa þegar verið afhentir tveir togarar.“

Áætluð fjárfesting í íslenska fiskiskipaflotanum nemur um 30 milljörðum króna samkvæmt spá bankans, sem miðuð er við áætlanir á næstu þremur árum eins og sakir standa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »