Slysum fækkað á sjó, en sveiflur í landi

Sjómenn að störfum um borð í Engey, togara HB Granda.
Sjómenn að störfum um borð í Engey, togara HB Granda. Ljósmynd/Borgar Björgvinsson

Slysum til sjós hefur farið fækkandi undanfarin ár hjá HB Granda, en sveiflur hafa verið í tíðni slysa í landi. Þetta kom fram á árlegum öryggisfundi útgerðarinnar sem haldinn var nýverið. Fundinn sóttu öryggisnefndir vinnustaða bæði til sjós og lands, auk skipstjórnarmanna og yfirmanna.

Á fundinum var farið yfir stöðu öryggismála hjá HB Granda og nýtt skipulag málaflokksins kynnt, að því er fram kemur í tilkynningu frá útgerðinni.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, setti öryggisdaginn og áréttaði að …
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, setti öryggisdaginn og áréttaði að öryggi snerist um vinnustaðamenningu og að öryggi starfsmanna væri alltaf í öndvegi hjá útgerðinni.

200 mílur greindu í nóvember frá því að öryggisstjóri HB Granda hefði verið látinn fara og staða hans lögð niður.

„Öryggismál eru veigamikill þáttur í vinnustaðamenningu HB Granda og verða því alltaf í öndvegi hjá félaginu,“ sagði Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins í upphafi fundarins. „Heilsa, vellíðan og öryggi starfsmanna er sameiginlegt markmið allra sem koma að félaginu og því munum við einskis láta ófreistað að fækka slysum og tryggja öryggi.“

Nýtt skipulag öryggismála er sagt miða að því að auka vægi þeirra innan félagsins og gera þau skilvirkari. Ábyrgð á öryggismálum sé á herðum stjórnenda og þá séu starfandi öryggisnefndir á öllum sviðum fyrirtækisins og þær hafi skýr hlutverk.

Auk fulltrúa í öryggisnefndum mættu stjórnendur félagsins og skipstjórnendur á …
Auk fulltrúa í öryggisnefndum mættu stjórnendur félagsins og skipstjórnendur á öryggisdaginn, samtals um 50 manns.

Farið yfir dæmi um algeng slys

„Þá annast mannauðssvið félagins umsjón og eftirlit með málaflokknum. Þá er undirstrikað að hver og einn starfsmaður ber ábyrgð á eigin öryggi og er það brýnt fyrir öllum að tilkynna um allt það sem betur má fara. Ítrekað er í nýju skipulagi að öryggi snýst um vinnustaðamenningu sem hægt er að bæta og þróa með samskiptum og verður árlegur öryggisdagur HB Granda mikilvægur í þeim tilgangi að halda nauðsynlegu samtali um öryggi starfsfólks lifandi,“ segir í tilkynningu.

Bent er á að á fundinum hafi verið farið yfir dæmi um algeng slys og greint frá öryggisverkefnum sem flest feli í sér að efla forvarnir og fræðslu. Einnig hafi verið fjallað um fyrirkomulag skráninga slysa og hættulegra atvika en hjá félaginu sé lögð áhersla á traustar upplýsingar til að tryggja nákvæmar greiningar, sem séu nauðsynlegar öllum forvörnum.

Gestur fundarins var Björn Halldórsson, öryggisstjóri Þorbjarnarins, en félagið mun hafa náð eftirtekarverðum árangri í að fækka slysum til lands og sjós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »