Áhersla á velferð fisksins

Lady Anne Marie dælir 40 tonnum af laxi inn í …
Lady Anne Marie dælir 40 tonnum af laxi inn í sláturhúsið á Djúpavogi. Búlandstindur í baksýn. mbl.is/Helgi Bjarnason

Það vakti athygli Djúpavogsbúa þegar brunnskipið norska, Lady Anne Marie frá Álasundi, sigldi inn til hafnar þar í síðustu viku til að kanna aðstæður vegna verkefnisins sem það hefur verið fengið til, að flytja sláturfisk úr kvíum Laxa fiskeldis í Reyðarfirði til sláturhúss Búlandstinds á Djúpavogi. Fjöldi fólks leit við til að sjá þetta nýja og glæsilega skip.

Skipið liggur við bryggju framan við Búlandstind og dælir laxi inn í vinnsluna eftir því sem hún tekur við. Laxinum er sömuleiðis dælt úr kvíunum í tvo tanka skipsins. Þeir taka samtals 180 tonn sem svarar til 360 þúsund 5 kílóa laxa. Vel fer um laxinn í tönkum skipsins enda er öllum umhverfisaðstæðum stjórnað úr brúnni, og því tekur skipið skammta sem henta vinnslunni og útflutningi á hverjum tíma, ýmist til eins, tveggja eða jafnvel þriggja daga.

Aðeins er um mánuður frá því norska fyrirtækið Hofseth International tók skipið í notkun og verkefnin fyrir Laxa eru fyrstu alvöru verkefnin sem það fer í. Laxar fiskeldi tók það á leigu til að flytja seiði í stöð sína í Reyðarfirði og flytja lax til slátrunar.

Andreas Berg skipstjóri segir að skipið sé búið besta tækjabúnaði sem þekkist, meðal annars til að stýra aðstæðum í fiskitönkunum. Áhersla sé á velferð fisksins, að hann skaddist ekki og sjúkdómar berist ekki á milli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »