Bætt umgengni við hafið

Mengunarmál og plastmengun í hafi er eitt meginsviða sjóðsins.
Mengunarmál og plastmengun í hafi er eitt meginsviða sjóðsins. AFP

Ísland mun veita 400.000 bandaríkjadali (49,2 milljónir ISK) á ári næstu ár til sjóðs Alþjóðabankans sem styður við nýtingu sjávarauðlinda.

ProBlue heitir nýr sjóður um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og bláa hagkerfið. Ísland gerðist stofnaðili að sjóðnum fyrr í haust og hefur skuldbundið sig til að leggja í hann fjármagn og mun utanríkisráðuneytið veita árlega 200.000 bandaríkjadali í sjóðinn á tímabilinu 2018-2021. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að fjármunum úr sjóðnum verði varið til verkefna sem Alþjóðabankinn vinnur að í þróunarlöndum, en bankinn vinnur einkum að þróunarsamvinnu.

Starfsemi þessa nýja sjóðs skiptist í fjögur meginsvið. Þau eru: 1. Bætt fiskveiðistjórnun fyrir sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindarinnar. 2. Mengunarmál og plastmengun í hafi. 3. Áhersla á að gera hefðbundna sjávargeira umhverfisvænni og stuðningur við nýja atvinnustarfsemi. 4. Samþætt nálgun á haf- og strandsvæðum fyrir sjálfbæra þróun lífríkja hafsins, að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Fiskveiðistjórn og mengun

Sjóðurinn ProFish, sem Ísland tók áður þátt í varðandi fiskveiðimál hjá Alþjóðabankanum, hefur verið sameinaður nýja ProBlue-sjóðnum. Árlegt 200.000 bandaríkjadala framlag Íslands í ProFish-sjóðinn til ársins 2021 mun því renna til ProBlue-sjóðsins með áherslu á það svið sem snýr að bættri fiskveiðistjórnun. Ísland mun einnig styrkja verkefni sem snýr að mengunarmálum í hafi. Samtals mun Ísland því leggja fram 400.000 bandaríkjadali á ári til ProBlue-sjóðsins til ársins 2021.

Aðild Íslands að sjóðnum er í samræmi við annað þeirra tveggja meginmarkmiða sem sett eru fram í þingsályktunartillögu um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands (2019-2023). Búist er við að þingsályktunartillagan verði lögð fyrir Alþingi á næstunni.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.19 297,29 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.19 359,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.19 248,83 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.19 231,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.19 0,00 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.19 139,01 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.19 176,98 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.3.19 Eyji NK-004 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 2.364 kg
Samtals 2.364 kg
20.3.19 Nanna Ósk Ii ÞH-133 Þorskfisknet
Þorskur 3.759 kg
Samtals 3.759 kg
20.3.19 Kristinn ÞH-163 Þorskfisknet
Þorskur 5.270 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 5.278 kg
20.3.19 Björn Hólmsteinsson ÞH-164 Þorskfisknet
Þorskur 2.808 kg
Samtals 2.808 kg
20.3.19 Tjálfi SU-063 Þorskfisknet
Þorskur 2.236 kg
Samtals 2.236 kg

Skoða allar landanir »