Kæra skyndibreytingu laga um fiskeldi til ESA

Höfuðstöðvar ESA í Brussel.
Höfuðstöðvar ESA í Brussel.

Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi, Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF), umhverfissjóðurinn Icelandic Wildlife Fund, Landssamband veiðifélaga og Stangaveiðifélag Reykjavíkur, hafa ásamt sex eigendum laxveiðiréttar sent kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna nýlegrar skyndilagabreytingar á lögum um fiskeldi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Náttúrverndarsamtökunum, sem segja meira en 15.000 manns standa að baki kærunni.

Lögin voru sett í tilefni af ógildingu á úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á fjórum laxeldisleyfum á sunnanverðum Vestfjörðum. „Umhverfismat fyrir starfsemina fékk falleinkunn nefndarinnar, þar sem aðeins einn valkostur var skoðaður. Að skoða mismunandi valkosti er einn af lykilþáttum í ákvörðunum um hvort leyfa á starfsemi sem skaðar umhverfið,“ segir í tilkynningunni.

Í kærunni einnig  gerð athugasemd við nýútgefin bráðabirgðarekstrarleyfi sjávarútvegsráðherra og nýveittar undanþágur umhverfisráðherra fyrir sömu starfsemi.

„Að mati kærendanna eru bæði lögin og framkvæmd þeirra skýrt brot á rétti umhverfisverndarsamtaka til að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstól eða annan óháðan og sjálfstæðan úrskurðaraðila — og ekki síður á rétti almennings til þátttöku í málum sem varða umhverfið.“

Stjórnarfrumvarp sjávarútvegsráðherra sem Alþingi afgreiddi samdægurs sem lög hafi miðað að því „að gera að engu úrskurði hinnar sjálfstæðu og óháðu úrskurðarnefndar“, auk þess sem það kippi kærurétti umhverfisverndarsamtaka og annarra samtaka almennings úr sambandi. Er slíkt brot á EES-samningnum að mati kærenda, enda hafi engin raunveruleg skoðun farið fram á þessu við undirbúning lagasetningarinnar. Né heldur hafi Alþingi leitaði sjónarmiða almennings, umhverfisverndarsamtaka eða utanaðkomandi sérfræðinga við meðferð lagafrumvarps sem varðar umhverfið. 

„Við ákváðum strax að leita til ESA með þetta mál. Við teljum einsýnt að ESA og EFTA-dómstóllinn munu ekki líða brot á reglum sem varða þátttökurétt almennings í umhverfismálum og rétti umhverfisverndarsamtaka til að fá úrlausn dómstóls eða úrskurðaraðila,“ er haft eftir Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, í tilkynningunni. 

Einnig er í undirbúningi önnur kvörtun og verður sú send eftirlitsnefnd með framkvæmd Árósasamningsins og verður það sú fyrsta sem send verður þeirri nefnd frá Íslandi.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.19 297,29 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.19 359,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.19 248,83 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.19 231,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.19 0,00 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.19 138,52 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.19 176,98 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.19 Kristinn ÞH-163 Þorskfisknet
Þorskur 5.270 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 5.278 kg
20.3.19 Björn Hólmsteinsson ÞH-164 Þorskfisknet
Þorskur 2.808 kg
Samtals 2.808 kg
20.3.19 Tjálfi SU-063 Þorskfisknet
Þorskur 2.236 kg
Samtals 2.236 kg
20.3.19 Drangey SK-002 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 11.430 kg
Ýsa 4.154 kg
Ufsi 3.821 kg
Langa 812 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 32 kg
Steinbítur 20 kg
Lúða 10 kg
Samtals 20.279 kg

Skoða allar landanir »