Arnarfell og Lagarfoss bíða af sér storminn

Gámaflutningaskipið Lagarfoss bíður við höfnina í Eyjum eftir að lægi. ...
Gámaflutningaskipið Lagarfoss bíður við höfnina í Eyjum eftir að lægi. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Flutningaskipin Arnarfell og Lagarfoss hafa verið á siglingu til og frá Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum frá því í nótt og morgun þar sem þau komast ekki til hafnar í Vestmannaeyjum vegna veðurs.

Samkvæmt upplýsingum frá vaktstöð siglinga hjá Landhelgisgæslunni er ekki um hættuástand að ræða. Austanstormur er á Suðurlandi sem gerir það að verkum að vindurinn stendur beint inn höfnina. 

Að sögn Andrésar Þ. Sigurðssonar, hafnsögumanns í Vestmannaeyjum, eru skipin ekki í neinu basli en bíða af sér veðrið. „Þetta er bara eðlilegt á vetrartímum,“ segir hann.

Arnarfell lagði úr höfn í Reykjavík í nótt og átti að koma til hafnar í Vestmannaeyjum klukkan 4 í nótt en hefur verið á dóli milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. 

Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip liggur Lagarfoss í vari við Heimaey á leið sinni frá Reykjavík til Þórshafnar í Færeyjum. Skipið mun sleppa því að fara inn til Vestmannaeyja í þessari ferð vegna veðurs. 

Gert er ráð fyrir að lægi síðdegis í dag og þá ættu skipin að geta komist leiðar sinnar.

Arnarfell lagði úr höfn í Reykjavík í nótt og átti ...
Arnarfell lagði úr höfn í Reykjavík í nótt og átti að koma til hafnar í Vestmannaeyjum klukkan 4 í nótt en hefur verið á dóli milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Mynd úr safni. Mynd/Samskip
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.12.18 310,69 kr/kg
Þorskur, slægður 13.12.18 332,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.12.18 247,64 kr/kg
Ýsa, slægð 13.12.18 255,65 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.12.18 95,57 kr/kg
Ufsi, slægður 13.12.18 110,84 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 13.12.18 362,47 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.12.18 233,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.12.18 Fönix BA-123 Lína
Þorskur 5.784 kg
Ýsa 2.211 kg
Samtals 7.995 kg
14.12.18 Gullver NS-012 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 246 kg
Ufsi 104 kg
Hlýri 43 kg
Samtals 393 kg
13.12.18 Grímsey ST-002 Dragnót
Ýsa 9.758 kg
Skarkoli 312 kg
Sandkoli 282 kg
Þorskur 125 kg
Samtals 10.477 kg
13.12.18 Skúli ST-075 Landbeitt lína
Þorskur 6.827 kg
Ýsa 3.036 kg
Samtals 9.863 kg

Skoða allar landanir »