Brælur trufluðu veiðarnar

Beitir á landleið í brælu.
Beitir á landleið í brælu. Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason

„Túrinn var ansi langur. Við hófum veiðar 26. nóvember og brælur trufluðu veiðarnar töluvert. Meðal annars lágum við í höfn í Færeyjum í eina tólf tíma,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK.

Skipið kom til Neskaupstaðar í fyrrakvöld með 2.000 tonn af kolmunna, sem fengust í færeysku lögsögunni. Skipið hélt á ný til veiða í gær. Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að Börkur NK, Bjarni Ólafsson AK og Polar Amaroq séu einnig að kolmunnaveiðum við Færeyjar.

„Aflinn var misjafn, stundum var lítið en stundum nokkuð gott. Aflinn fékkst í átta holum og það var lengi dregið. Lengst drógum við í 30 tíma Besta holið gaf 450 tonn en þau fóru alveg niður í 100 tonn,“ segir Tómas.

„Framan af var veitt 80-90 mílur norðaustur af Færeyjum en síðan færðum við okkur sunnar en vorum samt alltaf í svipaðri fjarlægð frá eyjunum.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.12.18 319,77 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.18 378,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.18 293,65 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.18 266,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.18 123,57 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.18 140,02 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.18 287,29 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.12.18 192,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.12.18 Björn EA-220 Þorskfisknet
Þorskur 1.803 kg
Karfi / Gullkarfi 70 kg
Ufsi 63 kg
Samtals 1.936 kg
11.12.18 Onni HU-036 Dragnót
Þorskur 1.647 kg
Samtals 1.647 kg
11.12.18 Elli P SU-206 Lína
Þorskur 5.970 kg
Þorskur 875 kg
Ýsa 709 kg
Samtals 7.554 kg
11.12.18 Bíldsey SH-065 Lína
Ýsa 3.408 kg
Þorskur 36 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 3.448 kg

Skoða allar landanir »