Lausna leitað til fortíðar og framtíðar

Heimaey VE, skip Ísfélagsins, kemur til Eyja vorið 2012.
Heimaey VE, skip Ísfélagsins, kemur til Eyja vorið 2012. mbl.is/Árni Sæberg

Flókin úrlausnarefni bíða ríkisvaldsins eftir að Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna úthlutunar á makrílkvóta. Fallist var á að ríkið bæri ábyrgð á því fjártjóni sem Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Huginn í Vestmannaeyjum kynnu að hafa orðið fyrir þar sem ekki hefði verið fylgt fyrirmælum laga varðandi úthlutunina.

Veiðistjórnun á makríl er í uppnámi eftir niðurstöðu Hæstaréttar í fyrradag og meðal spurninga sem leita þarf svara við á næstunni er hvernig makrílveiðum verður stjórnað og hverjir fá að koma að þeim veiðum, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Af hálfu ríkisins verður áfram farið yfir málið í næstu viku, en það var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. Útgerðarfyrirtæki eru sömuleiðis að gaumgæfa niðurstöðurnar og skoða næstu skref. Spurningar af þeirra hálfu eru væntanlega hvort ríkið fæst til að setjast niður og semja um skaðabætur eða hvort það lætur reyna á bótaupphæðir fyrir dómstólum.

Um háar upphæðir er að tefla í þessu sambandi, en endurskoðunarfyrirtækið Deloitte komst að þeirri niðurstöðu að hagnaðarmissir Ísfélags Vestmannaeyja hefði numið um 2,3 milljörðum króna og að Huginn hefði orðið af um 365 milljónum. Spurning um fordæmisáhrif á önnur fyrirtæki sem byggðu veiðar að hluta eða öllu leyti á úthlutun byggðri á veiðireynslu í upphafi makrílveiða hér við land er áleitin. Þar kynni að reyna á ákvæði um fyrningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.8.20 389,95 kr/kg
Þorskur, slægður 14.8.20 462,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.8.20 327,06 kr/kg
Ýsa, slægð 14.8.20 262,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.8.20 93,76 kr/kg
Ufsi, slægður 14.8.20 97,87 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 14.8.20 214,91 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.8.20 Bára NS-126 Handfæri
Þorskur 180 kg
Samtals 180 kg
14.8.20 Halldór NS-302 Lína
Þorskur 371 kg
Karfi / Gullkarfi 126 kg
Keila 69 kg
Steinbítur 36 kg
Ýsa 34 kg
Hlýri 26 kg
Samtals 662 kg
14.8.20 Kristján HF-100 Lína
Hlýri 85 kg
Þorskur 83 kg
Keila 78 kg
Steinbítur 21 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Samtals 283 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.8.20 389,95 kr/kg
Þorskur, slægður 14.8.20 462,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.8.20 327,06 kr/kg
Ýsa, slægð 14.8.20 262,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.8.20 93,76 kr/kg
Ufsi, slægður 14.8.20 97,87 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 14.8.20 214,91 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.8.20 Bára NS-126 Handfæri
Þorskur 180 kg
Samtals 180 kg
14.8.20 Halldór NS-302 Lína
Þorskur 371 kg
Karfi / Gullkarfi 126 kg
Keila 69 kg
Steinbítur 36 kg
Ýsa 34 kg
Hlýri 26 kg
Samtals 662 kg
14.8.20 Kristján HF-100 Lína
Hlýri 85 kg
Þorskur 83 kg
Keila 78 kg
Steinbítur 21 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Samtals 283 kg

Skoða allar landanir »