Spurði ráðherra um hæfi vegna tengsla

Þorsteinn Víglundsson í ræðustól Alþingis.
Þorsteinn Víglundsson í ræðustól Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann teldi viðeigandi að meta hæfi sitt við athugun á gildandi lögum og reglugerðum í kjölfar dóma Hæstaréttar sem féllu á fimmtudag í málum sem vörðuðu úthlutanir aflaheimilda í makríl.

Benti Þorsteinn á að Kristján hefði upplýst um hagsmunatengsl sín við Samherja, en Kristján var meðal annars stjórnarformaður fyrirtækisins á tímabili á tíunda áratugnum.

Ljóst væri, að kæmi til breytinga á úthlutun aflaheimilda í makríl, þar sem eingöngu yrði stuðst við veiðireynslu árin 2008–2010, yrðu það fyrst og fremst stærstu útgerðir landsins sem njóta myndu góðs af því.

„Ég hygg að ein stærsta útgerð landsins, Samherji og tengdar útgerðir, hafi um fimmtung núgildandi veiðiheimilda og ljóst að það fyrirtæki muni þá njóta verulega góðs af því komi til þess að þessu verði endurúthlutað með vísan til þessarar veiðireynslu,“ sagði Þorsteinn í ræðustól Alþingis.

„Hæstvirtur ráðherra hefur haft forgöngu um að upplýsa hagsmunatengsl sín við það fyrirtæki og sagt að hann myndi skoða sérstaklega hæfi sitt varðandi slík mál kæmu þau upp. Því myndi ég vilja spyrja hæstvirtan ráðherra: Telur hann slíkt eiga við í þessu tilviki?“

Kristján sagðist vilja vekja athygli á því, að fyrirkomulaginu hefði ...
Kristján sagðist vilja vekja athygli á því, að fyrirkomulaginu hefði verið komið á í tíð Þorsteins Pálssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vandað regluverk sem ráðherra virti ekki

Kristján svaraði ekki þeirri spurningu með beinum hætti, heldur bað Þorstein að halda ró sinni og vísaði þá til þess að hann hefði kallað fyrirkomulag um úthlutun aflaheimilda „frumbyggjafyrirkomulag“.

Sagðist hann vilja vekja athygli Þorsteins á því að það fyrirkomulag, sem Hæstiréttur hefði dæmt að væri rétt, hefði verið sett í tíð þáverandi sjávarútvegsráðherra, Þorsteins Pálssonar.

[S]em ég vænti að sé háttvirtum fyrirspyrjanda að góðu einu kunnur,“ sagði Kristján.

„Því fyrirkomulagi var komið á í samráði allra þingflokka, í greininni allri. Það er það fyrirkomulag, sem var sett á í miklu samráði undir forystu þessa hæfa stjórnmálamanns, sem háttvirtur þingmaður telur frumbyggjafyrirkomulag. Umræðan um fiskveiðistjórnina getur aldrei byggst á svona fullyrðingum. Þetta er vandað regluverk sem ráðherra virti ekki og við þurfum að grípa til einhverra ráðstafana í kjölfarið á því.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.1.19 260,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.1.19 372,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.1.19 240,20 kr/kg
Ýsa, slægð 18.1.19 252,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.1.19 89,35 kr/kg
Ufsi, slægður 18.1.19 136,86 kr/kg
Djúpkarfi 16.1.19 253,00 kr/kg
Gullkarfi 18.1.19 220,21 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.1.19 266,89 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.1.19 Elli P SU-206 Lína
Þorskur 6.465 kg
Ýsa 228 kg
Langa 184 kg
Ufsi 50 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 6.938 kg
18.1.19 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Ýsa 294 kg
Langa 137 kg
Ufsi 51 kg
Þorskur 37 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 532 kg
18.1.19 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 9.684 kg
Ýsa 395 kg
Steinbítur 33 kg
Langa 20 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 10.148 kg

Skoða allar landanir »