Fáeinir metrar skildu á milli skipa

Brimnes RE.
Brimnes RE. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur kveðið á um að sökina á slysi því sem nánast varð eigi skipstjóri hvalaskoðunarskipsins, Eldeyjar. Skipstjóri Brimness RE-27, togarans, fylgdi reglum, segir skýrslan, en ekki skipstjóri Eldeyjar.

Hvalaskoðunarskipið Eldey siglir úr höfn.
Hvalaskoðunarskipið Eldey siglir úr höfn. Eggert Jóhannesson

Þegar þetta bar til var Eldey á leið til hafnar en Brimnes á leiðinni út. Skipstjórarnir vissu ekki af hvor öðrum. Brimnes var á tveggja hnúta hraða á leið út úr hafnarmynninu er Eldey kom aðvífandi á 11 hnúta hraða. Innan hafnarinnar má ekki sigla hraðar en sem svarar 4 hnútum.

Þegar skipstjóri Brimness sá Eldeyju reyndi hann að ná sambandi við skipið í talstöð en án árangurs. Eldey brást ekki við þeim köllum og því varð næstum slys. Skipstjórinn sagðist hafa verið með hugann við siglinguna. Skipin náðu að hægja á sér og beygja hvort frá öðru.

Myndin sýnir feril skipanna tveggja, Eldey er hið rauða og ...
Myndin sýnir feril skipanna tveggja, Eldey er hið rauða og Brimnes 27 hið bláa. Rauða örin vísar á þann stað, þar sem litlu munaði að skipin skyllu saman. Skjáskot/Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.19 350,76 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.19 328,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.19 200,87 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.19 118,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.19 104,81 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.19 147,46 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 22.7.19 300,13 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.7.19 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.19 Kári BA-132 Handfæri
Þorskur 775 kg
Samtals 775 kg
22.7.19 Brynjar BA-338 Handfæri
Þorskur 180 kg
Samtals 180 kg
22.7.19 Otur ÍS-073 Handfæri
Þorskur 739 kg
Ufsi 111 kg
Samtals 850 kg
22.7.19 Snjólfur ÍS-023 Handfæri
Þorskur 815 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 831 kg
22.7.19 Dóri GK-042 Lína
Keila 71 kg
Karfi / Gullkarfi 69 kg
Hlýri 41 kg
Steinbítur 38 kg
Þorskur 38 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 260 kg

Skoða allar landanir »