Heimaey VE til vöktunar á loðnu fyrir norðan land

Skipverjar á Heimaey VE og starfsmenn Hafrannsóknastofnunar leita loðnu næstu ...
Skipverjar á Heimaey VE og starfsmenn Hafrannsóknastofnunar leita loðnu næstu daga fyrir norðaustan og norðan land. mbl.is/Börkur Kjartansson

Ráðgert var að Heimaey VE 1, skip Ísfélagsins, héldi í gærkvöldi frá Eskifirði til loðnuleitar, en rúmur áratugur er síðan farið var í leit að loðnu í desember.

Ráðgert er að leiðangurinn standi í um vikutíma, en veðurspá er ekki góð fyrir næstu daga. Verkefnið er unnið í samvinnu Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa.

Heimaey fer norðaustur frá Eskifirði og síðan í vestur eftir fyrirfram ákveðinni leið með landgrunnskantinum á þekktri gönguslóð loðnunnar. Með þessari vöktun er reynt að tryggja að ekkert af loðnu fari framhjá án þess að menn hafi upplýsingar um það. Rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson fara síðan í hefðbundinn loðnuleiðangur eftir áramót og væntanlega einnig skip frá útgerðinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.19 283,82 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.19 334,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.19 290,32 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.19 254,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.19 101,80 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.19 137,91 kr/kg
Djúpkarfi 16.1.19 253,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.19 178,91 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.1.19 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.19 Indriði Kristins BA-751 Lína
Langa 689 kg
Steinbítur 41 kg
Ufsi 30 kg
Hlýri 14 kg
Karfi / Gullkarfi 10 kg
Samtals 784 kg
20.1.19 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Ufsi 4.031 kg
Þorskur 3.939 kg
Karfi / Gullkarfi 550 kg
Ýsa 95 kg
Samtals 8.615 kg
20.1.19 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 1.002 kg
Ýsa 722 kg
Steinbítur 263 kg
Keila 61 kg
Karfi / Gullkarfi 12 kg
Grálúða / Svarta spraka 4 kg
Samtals 2.064 kg

Skoða allar landanir »